Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 12. júní 2015 22:59
Gunnar Birgisson
Gylfi Sig: Ætlum að grilla saman strákarnir
Icelandair
Gylfi var flottur í kvöld
Gylfi var flottur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eftir leik íslenska landsliðsins gegn Tékklandi nú í kvöld þar sem íslenska liðið fór með 2-1 sigur af hólmi. Gylfi segir þó að sæti á EM sé ekki enn í höfn og segir óþarfi að panta flugfar til Frakklands alveg strax.

„Nei ekki alveg strax ég held við þurfum að vinna nokkra leiki í viðbót en auðvitað erum við í frábærri stöðu núna," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net

„Mjög góður sigur eftir að hafa lent 0-1 undir, þetta var erfitt á köflum, það var erfitt að ná boltanum niður og spila honum á milli okkar sérstaklega hjá mér og Aroni, þeir voru með þrjá inn á miðju þannig við vorum með lítið pláss og hann skoppaði smá inn á miðjunni en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli."

Strax eftir mark Tékklands snéri Gylfi sér að stuðningsmannasveit Tólfunnar og fékk þá strax í gang aftur.
„Þegar boltinn fór inn þá er það eina sem við getum gert er að hugsa jákvætt og það var að ná strax í boltann og reyna að jafna leikinn, auðvitað var frábær að fá stuðningsmennina með sér í það," sagði Gylfi.

Leikurinn hittir þannig á að flestir leikmenn liðsins eru búnir með sín tímabil hjá félagsliðum sínum og því tilefnið til að fagna tilvalið akkúrat núna.
„Já ég held við ætlum að grilla saman strákarnir, fá okkur eitthvað gott að borða og slappa af. Ég fer reyndar austur á morgun í brúðkaup hjá Eggerti Gunnþóri Jónssyni þannig að ég fer út á land á morgun en það er bara skemmtilegt," sagði Gylfi Þór að lokum.

Athugasemdir
banner