
Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eftir leik íslenska landsliðsins gegn Tékklandi nú í kvöld þar sem íslenska liðið fór með 2-1 sigur af hólmi. Gylfi segir þó að sæti á EM sé ekki enn í höfn og segir óþarfi að panta flugfar til Frakklands alveg strax.
„Nei ekki alveg strax ég held við þurfum að vinna nokkra leiki í viðbót en auðvitað erum við í frábærri stöðu núna," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net
„Nei ekki alveg strax ég held við þurfum að vinna nokkra leiki í viðbót en auðvitað erum við í frábærri stöðu núna," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net
„Mjög góður sigur eftir að hafa lent 0-1 undir, þetta var erfitt á köflum, það var erfitt að ná boltanum niður og spila honum á milli okkar sérstaklega hjá mér og Aroni, þeir voru með þrjá inn á miðju þannig við vorum með lítið pláss og hann skoppaði smá inn á miðjunni en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli."
Strax eftir mark Tékklands snéri Gylfi sér að stuðningsmannasveit Tólfunnar og fékk þá strax í gang aftur.
„Þegar boltinn fór inn þá er það eina sem við getum gert er að hugsa jákvætt og það var að ná strax í boltann og reyna að jafna leikinn, auðvitað var frábær að fá stuðningsmennina með sér í það,"> sagði Gylfi.
Leikurinn hittir þannig á að flestir leikmenn liðsins eru búnir með sín tímabil hjá félagsliðum sínum og því tilefnið til að fagna tilvalið akkúrat núna.
„Já ég held við ætlum að grilla saman strákarnir, fá okkur eitthvað gott að borða og slappa af. Ég fer reyndar austur á morgun í brúðkaup hjá Eggerti Gunnþóri Jónssyni þannig að ég fer út á land á morgun en það er bara skemmtilegt," sagði Gylfi Þór að lokum.
Athugasemdir