Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 09:38
Elvar Geir Magnússon
Sesko búinn að gera nýjan samning við Leipzig (Staðfest)
Sesko verður í eldlínunni með Slóveníu á EM í sumar.
Sesko verður í eldlínunni með Slóveníu á EM í sumar.
Mynd: Getty Images
Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko er búinn að skrifa undir nýjan samning við RB Leipzig. Þessi 21 árs leikmaður var sterklega orðaður við Arsenal og þá var einnig talið að Chelsea og Manchester United hefðu áhuga.

Sesko kom til þýska liðsins frá RB Salzburg 2023 og gerði þá fimm ára samning sem innihélt 55 milljóna punda riftunarákvæði. Þessi hávaxni leikmaður skoraði 14 mörk í 31 leik á fyrsta tímabili og hefur nú gert samning til 2029.

„Ég átti gott fyrsta ár hjá RB Leipzig er gríðarlega ánægður hérna. Liðið, félagið, borgin, stuðningsmennirnir. Þetta er allt saman framúrskarandi og það er eðlilegt næsta skref að framlengja," segir Sesko.

Hann verður í eldlínunni með Slóveníu á EM í sumar. Liðið er með Englandi, Danmörku og Serbíu í riðli.


Athugasemdir
banner
banner
banner