Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mið 12. júní 2024 09:23
Elvar Geir Magnússon
Tómas Bent ekki með ÍBV á Nesinu
Lengjudeildin
Tómas Bent í leik með ÍBV.
Tómas Bent í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Freyr Guðmundsson.
Haraldur Freyr Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sjöunda umferð Lengjudeildar karla fer af stað á morgun með leik Gróttu og ÍBV sem fram fer á Vivaldivellinum.

Tómas Bent Magnússon, miðjumaður og lykilmaður í liði Eyjamanna, verður ekki með í leiknum þar sem hann tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. Tómas hefur fengið fjögur gul spjöld.

Þrír leikir verða annað kvöld og hinir þrír leikir umferðarinnar verða spilaðir á laugardaginn.

Rúnar Helgi Björnsson í Dalvík/Reyni tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga þegar liðið tekur á móti Keflavík á laugardag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik, eftir að hann fékk rautt spjald í stórsigri gegn Leikni á dögunum.

Svona er sjöunda umferðin í Lengjudeildinni:

fimmtudagur 13. júní
17:30 Grótta-ÍBV (Vivaldivöllurinn)
19:15 Þróttur R.-Afturelding (AVIS völlurinn)
19:15 Njarðvík-ÍR (Rafholtsvöllurinn)

laugardagur 15. júní
14:00 Dalvík/Reynir-Keflavík (Dalvíkurvöllur)
14:00 Leiknir R.-Grindavík (Domusnovavöllurinn)
16:00 Fjölnir-Þór (Extra völlurinn)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner