Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið Alfons skoraði sex - Hólmbert skoraði og Jón Dagur lagði upp
Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt.
Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt.
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted og félagar halda áfram að gera rosalega gott mót í norsku úrvalsdeildinni. Alfons spilaði í dag allan leikinn fyrir Bodö/Glimt sem vann 6-1 útisigur á Álasundi í Íslendingaslag. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Álasunds. Hólmbert, Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson voru allir í byrjunarliði Álasunds.

Bodö/Glimt er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 30:7; mögnuð byrjun. Álasund er aftur á móti á botninum með þrjú stig.

Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn fyrir Valerenga sem vann 1-0 útisigur á Mjondalen þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald eftir rúman hálftíma. Dagur Dan Þórhallsson var ónotaður varamaður hjá Mjondalen. Valerenga er í fjórða sæti með 12 stig og Mjondalen er í tíunda sæti með átta stig.

Íslendingaliðin Start, Viking og Sandefjord töpuðu öll. Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start í 1-0 tapi gegn Sarpsborg, en Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start. Axel Óskar Andrésson var allan tímann á bekknum hjá Viking í 1-2 tapi gegn Odd og Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord í 3-1 tapi gegn Brann. Emil Pálsson var ekki í hóp hjá Sandefjord.

Start er í 15. sæti, Sandefjord situr í 14. sæti og Viking er í 13. sæti. Ekki góð byrjun á tímabilinu hjá þessum liðum, rétt eins og hjá Álasundi.

Danmörk:
Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp eitt mark AGF þegar liðið vann 3-0 sigur á dönsku meisturunum í Midtjylland á heimavelli. Jón Dagur lagði upp annað markið fyrir Casper Hojer. Jón Dagur spilaði 87 mínútur og Mikael Neville Anderson lék rúman klukkutíma fyrir meistarana.

AGF er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FC Kaupmannahöfn sem gerði markalaust jafntefli við erkifjendur sína í Bröndby í dag. Ragnar Sigurðsson var ekki í hóp hjá FCK og Hjörtur Hermnansson var allan tímann á bekknum hjá Bröndby, sem er í fjórða sæti.

Grikkland:
Sverrir Ingi Ingason spilaði fyrir PAOK sem góðan útisigur á Grikklandsmeisturum og verðandi Íslendingaliði Olympiakos. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson verður leikmaður á næstu leiktíð.

Sverrir Ingi og félagar eru í öðru sæti deildarinnar eftir þennan flotta útisigur í kvöld.

Svíþjóð:
Óskar Þór Sverrisson, sem spilaði með íslenska landsliðinu í æfingaleikjum í janúar á þessu ári, var ekki í leikmannahópi Häcken í tapi gegn Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni. Óskar hefur aðeins komið við sögu í einum leik það sem af er þessu tímabili.

Í sænsku B-deildinni var Bjarni Mark Antonsson ekki með Brage sem vann Eskilstuna 2-1 á útivelli. Brage er í fimmta sæti B-deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner