Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 12. júlí 2020 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Heimskulegt rautt spjald Söyuncu
Caglar Söyuncu, miðvörður Leicester, gerðist sekur um afar heimskulega hegðun í 4-1 tapi gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld.

Leicester var 1-0 yfir í hálfleik en kastaði forystunni frá sér á nokkrum sekúndum um miðbik síðari hálfleiks. Þegar Bournemouth komst í 2-1 ætlaði Callum Wilson að sækja boltann í markið og ýtti hann aðeins við tyrkneska varnarmanninum.

Söyuncu brást reiður við og sparkaði í Wilson. Söyuncu fékk beint rautt spjald og mun ekki spila meira á þessu tímabili.

Afar heimskulegt hjá Söyuncu, sem var mjög flottur framan af tímabilinu.

Brotið má sjá með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner