Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sá ekki fyrir mér að þetta myndi gerast"
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
„Ég sá ekki alveg fyrir mér að þetta myndi gerast. Við erum ekki nægilega góðir til þess að geta liðið þægilega í leikjum," sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, eftir 4-1 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Leicester var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi 1-0 að honum loknum. Um miðbik seinni hálfleiks fór hins vegar allt í skrúfuna hjá lærisveinum Rodgers, þeir fengu á sig tvö mörk og misstu mann af velli með rautt spjald.

„Við hleyptum þeim inn í leikinn með vítaspyrnu og ég er mjög óánægður með hvernig við spiluðum eftir það. Þetta var ólíkt okkur; við erum lið sem er sterkt andlega og fær ekki á sig mikið af mörkum," sagði Rodgers en Leicester er í fjórða sæti og er í hættu á að missa af Meistaradeildarsæti ef spilamennskan batnar ekki í síðustu þremur leikjunum.

„Við höfum verið að spila góðar 45 mínútur í leikjum og það er ekki nóg. Við munum enda þar sem við eigum skilið að enda."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner