Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Ótrúlegur kafli er Bournemouth lagði Leicester að velli
Bournemouth skoraði tvö og Soyuncu var rekinn af velli.
Bournemouth skoraði tvö og Soyuncu var rekinn af velli.
Mynd: Getty Images
Bournemouth 4 - 1 Leicester City
0-1 Jamie Vardy ('23 )
1-1 Junior Stanislas ('66 , víti)
2-1 Dominic Solanke ('67 )
3-1 Jonny Evans ('83, sjálfsmark)
4-1 Dominic Solanke ('87)
Rautt spjald: Caglar Soyuncu, Leicester City ('67)

Leicester virðist bara ætla að kasta frá sér Meistaradeildarfótbolta á næstu leiktíð. Bournemouth tókst að koma til baka gegn Leicester í leik sem var að klárast og halda þannig lærisveinar Eddie Howe í vonina um að halda sér uppi.

Fyrr á tímabilinu var talað um það að Leicester væri mögulega eina liðið sem gæti stöðvað Liverpool í að verða Englandsmeistari. Leicester hefur hins vegar unnið einn af sex leikjum sínum frá því að enska úrvalsdeildin hófst aftur.

Leicester var með mikla yfirburði í fyrri háflleiknum gegn Bournemouth í dag komst sanngjarnt yfir á 23. mínútu þegar Jamie Vardy, hver annar, skoraði. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Bournemouth, sem hefur gengið hörmulega frá því að deildin hófst aftur, vann sig hins vegar hægt og bítandi aftur inn í leikinn. Um miðjan seinni hálfleikinn átti sér stað ótrúlegur kafli í leiknum þegar heimamenn skoruðu tvisvar og komust yfir. Þegar Dominic Solanke komst Bournemouth yfir fékk Caglar Soyuncu, varnarmaður Leicester, að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Callum Wilson inn í markinu. Afar heimskulegt hjá honum.

Einum fleiri landaði Bournemouth sigrinum þægilega. Jonny Evans skoraði sjálfsmark á 83. mínútu og gerði Solanke út um leikinn með öðru marki sínu á 87. mínútu.

Lokatölur 4-1 og er Bournemouth núna þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Leicester er í fjórða sæti, en á morgun getur Manchester United farið upp fyrir bæði Leicester og Chelsea og upp í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner