Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 12. júlí 2020 19:28
Sverrir Örn Einarsson
Sindri: Besti karakter sem ég hef séð
Lengjudeildin
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta var gjörsamlega magnaður karakter og einhver sá besti sem ég hef séð Keflavík spila með síðan að ég byrjaði að klæðast treyjunni það er bara klárt.“
Sagði sigurreifur Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur og sigur Keflavíkur gegn Þór 2-1 á Nettóvellinum í dag en Keflvíkingar léku manni færri stóran hluta leiksins

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

Keflavík sem komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum varð fyrir áfalli skömmu eftir seinna mark liðsins þegar Frans Elvarssyni var vikið af velli með rautt spjald. En á endanum kom það ekki að sök og menn hafa greinilega nýtt leikhléið vel og þjappað sér saman inní klefa.

„Já það var náttúrulega mikið áfall að missa Frans og það sást á spilamennsku liðsins að hún batnaði við að fá hann aftur inn en þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni og mjög gott að fá hann aftur en mikið áfall að missa hann af velli. En ég held við höfum allir hugsað að komast inní hálfleikinn á núlli og þá gátum við endurskipulagt okkur en það fór allt í vaskinn þegar þeir fá vítaspyrnu þegar tvær mínútur eru liðnar en við gáfumst ekki upp,“

Keflavík hafði ekki unnið í síðustu tveimur leikjum svo það er eflaust gott fyrir sjálfstraustið að ná inn svona sigri.

„Við máttum ekkert misstíga okkur í þessum leik því þá hefðum við verið að missa þá og ÍBV og þessi lið of langt framúr okkur þannig að þetta var bara nauðsynlegur sigur og við þurfum líka 3 stig í næsta leik. “

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner