Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 12. júlí 2020 19:28
Sverrir Örn Einarsson
Sindri: Besti karakter sem ég hef séð
Lengjudeildin
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta var gjörsamlega magnaður karakter og einhver sá besti sem ég hef séð Keflavík spila með síðan að ég byrjaði að klæðast treyjunni það er bara klárt.“
Sagði sigurreifur Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur og sigur Keflavíkur gegn Þór 2-1 á Nettóvellinum í dag en Keflvíkingar léku manni færri stóran hluta leiksins

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

Keflavík sem komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum varð fyrir áfalli skömmu eftir seinna mark liðsins þegar Frans Elvarssyni var vikið af velli með rautt spjald. En á endanum kom það ekki að sök og menn hafa greinilega nýtt leikhléið vel og þjappað sér saman inní klefa.

„Já það var náttúrulega mikið áfall að missa Frans og það sást á spilamennsku liðsins að hún batnaði við að fá hann aftur inn en þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni og mjög gott að fá hann aftur en mikið áfall að missa hann af velli. En ég held við höfum allir hugsað að komast inní hálfleikinn á núlli og þá gátum við endurskipulagt okkur en það fór allt í vaskinn þegar þeir fá vítaspyrnu þegar tvær mínútur eru liðnar en við gáfumst ekki upp,“

Keflavík hafði ekki unnið í síðustu tveimur leikjum svo það er eflaust gott fyrir sjálfstraustið að ná inn svona sigri.

„Við máttum ekkert misstíga okkur í þessum leik því þá hefðum við verið að missa þá og ÍBV og þessi lið of langt framúr okkur þannig að þetta var bara nauðsynlegur sigur og við þurfum líka 3 stig í næsta leik. “

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir