Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   sun 12. júlí 2020 19:28
Sverrir Örn Einarsson
Sindri: Besti karakter sem ég hef séð
Lengjudeildin
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta var gjörsamlega magnaður karakter og einhver sá besti sem ég hef séð Keflavík spila með síðan að ég byrjaði að klæðast treyjunni það er bara klárt.“
Sagði sigurreifur Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur og sigur Keflavíkur gegn Þór 2-1 á Nettóvellinum í dag en Keflvíkingar léku manni færri stóran hluta leiksins

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

Keflavík sem komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum varð fyrir áfalli skömmu eftir seinna mark liðsins þegar Frans Elvarssyni var vikið af velli með rautt spjald. En á endanum kom það ekki að sök og menn hafa greinilega nýtt leikhléið vel og þjappað sér saman inní klefa.

„Já það var náttúrulega mikið áfall að missa Frans og það sást á spilamennsku liðsins að hún batnaði við að fá hann aftur inn en þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni og mjög gott að fá hann aftur en mikið áfall að missa hann af velli. En ég held við höfum allir hugsað að komast inní hálfleikinn á núlli og þá gátum við endurskipulagt okkur en það fór allt í vaskinn þegar þeir fá vítaspyrnu þegar tvær mínútur eru liðnar en við gáfumst ekki upp,“

Keflavík hafði ekki unnið í síðustu tveimur leikjum svo það er eflaust gott fyrir sjálfstraustið að ná inn svona sigri.

„Við máttum ekkert misstíga okkur í þessum leik því þá hefðum við verið að missa þá og ÍBV og þessi lið of langt framúr okkur þannig að þetta var bara nauðsynlegur sigur og við þurfum líka 3 stig í næsta leik. “

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner