Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. júlí 2021 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benítez hugsar stórt og Brentford á eftir kantmanni Liverpool
Powerade
Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli.
Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli.
Mynd: Getty Images
Harry Wilson.
Harry Wilson.
Mynd: Getty Images
Renato Sanches er eftirsóttur.
Renato Sanches er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins en hér að neðan má sjá helstu molana.

Rafa Benítez, stjóri Everton, hefur hvatt stjórnarmenn félagsins til að kaupa miðvörðinn Kalidou Koulibaly (30) frá Napoli. (90min)

Napoli er tilbúið að selja Koulibaly, sem og miðjumanninn Fabian Ruiz (25) til að lækka launakostnað. Napoli hefur ekki fengið gott tilboð í hvorugan leikmann. (Calciomercato)

Búist er við því að Lionel Messi (34) verði áfram í herbúðum Barcelona. (AS)

Gabriel Jesus (24), sóknarmaður Manchester City, er efstur á óskalista ítalska stórliðsins Juventus í sumar. Það er líka möguleiki fyrir ítalska félagið að ná í Moise Kean (21) aftur frá Everton. (Tuttosport)

Arsenal er að missa af markverðinum Andre Onana (25) til Lyon í Frakklandi. Onana er búinn að ná persónulegu samkomulagi við Lyon, en þó á franska félagið eftir að ná samkomulagi við Ajax, félag Onana, um kaupverð. (Fabrizio Romano)

Arsenal hefur hafið viðræður við Wolves um kaup á miðjumanninum Ruben Neves (24). (Record)

Barcelona hefur áhuga á Renato Sanches (23), miðjumanni Lille. Félagið getur hins vegar ekki verið að íhuga kaup á honum vegna fjárhagsstöðu sinnar. Tottenham hefur líka áhuga á Sanches. (Le10Sport)

Real Madrid hefur bæst í kapphlaupið um danska landsliðsmanninn Mikkel Damsgaard (21) sem vakti athygli fyrir góða frammistöðu á EM. Hann spilar með Sampdoria á Ítalíu, en ítalska félagið vill halda honum í eitt tímabil í viðbót. (Tuttosport)

Giorgio Chiellini (36) mun skrifa undir nýjan eins árs samning við Juventus í þessari viku og verður hann samningsbundinn félaginu til 2022. (Fabrizio Romano)

Sunderland keypti næstum því Chiellini árið 2008 þegar Roy Keane var stjóri félagsins fyrir 8 milljónir punda. (Mirror)

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, er að leita til síns fyrrum félags, Arsenal, í leit að liðsstyrk. Hann hefur áhuga á Eddie Nketiah (22), sóknarmanni Arsenal, og einnig hefur hann áhuga á Kasper Dolberg (23), sóknarmanni Nice. (Sun)

Brentford, sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, er að undirbúa 10 milljón punda tilboð í Harry Wilson (24), kantmann Liverpool. (Sun)

Julian Nagelsmann, stjóri Bayern München, býst ekki við því að félagið nái að kaupa kantmanninn Federico Chiesa (23) frá Juventus. Hann segir að leikmaðurinn sé of dýr. (Goal)

Ismail Jakobs (21), framherji Köln í Þýskalandi, er á leið til Mónakó. Hann var orðaður við Brighton og Leicester en er á leið í frönsku úrvalsdeildina. (Sky Sports í Þýskalandi)

Sóknarmaðurinn Andrea Belotti (27) mun taka ákvörðun um framtíð sína á næstu dögum. Roma er líklegasti áfangastaður hans ef hann ákveður að fara frá Torino. (Sky Sports á Ítalíu)
Athugasemdir
banner