Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, birti í dag færslu inn á Twitter-reikningi sínum.
Rashford skrifar þar um vítaspyrnuna sem hann klikkaði í vítaspyrnukepppni gegn Ítalíu í gærkvöldi. Rashford var einn af þremur Englendingum sem klikkaði á vítapunktinum í úrslitaleiknum.
Hann, Jadon Sancho og Bukayo Saka fengu allir send rasísk skilaboð eftir leik.
Rashford skrifar þar um vítaspyrnuna sem hann klikkaði í vítaspyrnukepppni gegn Ítalíu í gærkvöldi. Rashford var einn af þremur Englendingum sem klikkaði á vítapunktinum í úrslitaleiknum.
Hann, Jadon Sancho og Bukayo Saka fengu allir send rasísk skilaboð eftir leik.
Í færslunni kemur Rashford inn á rasismann en einbeitir sér þó meira að því jákvæða. Hann segist hafi myndað tengsl sem munu aldrei rofna. Færsluna má sjá hér að neðan.
„Ég get beðist afsökunar á vítaspyrnunni, hún hefði átt að fara inn en ég mun aldrei biðjast afsökunar á því hver ég er eða hvaðan ég kem," skrifar Rashford m.a.
Í lokin skrifar hann svo: „Ég er Marcus Rashford, 23 ára, svartur maður frá Withington og Wythenshawe í Suður-Manchester. Ef ég hef ekkert annað þá hef ég það."
Rashford þakkar þeim sendu falleg og jákvæð skilaboð.
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 12, 2021
Í staðinn fyrir að drulla yfir England á samfélgsmiðlum væri frábær hugmynd að skella sér á samfélagsmiðla og senda eitt stk ❤️ á þeldökka leikmenn Englands sem fá nú ógeðsleg skilaboð útaf einu fucking víti. Sé að Arsenal stuðningsmenn eru byrjaðir að peppa sinn mann með ást.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) July 11, 2021
Athugasemdir