Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 12. júlí 2021 20:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég mun aldrei biðjast afsökunar á því hver ég er eða hvaðan ég kem"
Mynd: EPA
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, birti í dag færslu inn á Twitter-reikningi sínum.

Rashford skrifar þar um vítaspyrnuna sem hann klikkaði í vítaspyrnukepppni gegn Ítalíu í gærkvöldi. Rashford var einn af þremur Englendingum sem klikkaði á vítapunktinum í úrslitaleiknum.

Hann, Jadon Sancho og Bukayo Saka fengu allir send rasísk skilaboð eftir leik.

Í færslunni kemur Rashford inn á rasismann en einbeitir sér þó meira að því jákvæða. Hann segist hafi myndað tengsl sem munu aldrei rofna. Færsluna má sjá hér að neðan.

„Ég get beðist afsökunar á vítaspyrnunni, hún hefði átt að fara inn en ég mun aldrei biðjast afsökunar á því hver ég er eða hvaðan ég kem," skrifar Rashford m.a.

Í lokin skrifar hann svo: „Ég er Marcus Rashford, 23 ára, svartur maður frá Withington og Wythenshawe í Suður-Manchester. Ef ég hef ekkert annað þá hef ég það."

Rashford þakkar þeim sendu falleg og jákvæð skilaboð.



Athugasemdir
banner
banner
banner