Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 12. júlí 2021 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Mary Alice og Lára Kristín afgreiddu Stjörnuna
Mary Alice skoraði fyrra mark Vals
Mary Alice skoraði fyrra mark Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 0 - 2 Valur
0-1 Mary Alice Vignola ('72 )
0-2 Lára Kristín Pedersen ('82 )
Lestu um leikinn

Valur vann í kvöld 0-2 útisigur gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn var næstsíðasti leikur tíundu umferðar.

Staðan var markalaus í leikhléi og fyrri hálfleikurinn var lítið fyrir augað. Seinni hálfleikurinn reyndist talsvert meiri skemmtun. Valur komst yfir með marki á 72. mínútu, Mist Edvarsdóttir átti þá stoðsendingu þegar hún átti langa sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar á Mary Alice sem skallaði boltann í netið.

Lára Kristín Pedersen, sem gekk í raðir Vals á dögunum, skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið.

„Váááá!! Lára Kristín fær boltann fyrir utan teig og hamrar honum í samskeytin fjær, með vinstri. Lára komin með sitt fyrsta mark fyrir Val!" skrifaði Alexandra Bía í textalýsingu frá leiknum.

Fleiri urðu mörkin ekki og Valur heldur toppsætinu. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner