Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 12. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma mætt aftur: Á stað sem ég bjóst ekki við að komast á
Kvenaboltinn
Telma á landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum.
Telma á landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr bikarúrslitaleiknum með Stjörnunni árið 2018.
Úr bikarúrslitaleiknum með Stjörnunni árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Hjaltalín Þrastardóttir var hetja FH er liðið fór með sigur af hólmi gegn Augnabliki í Lengjudeildinni í kvöld. Hún kom inn á sem varamaður og gerði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

„Þetta hafðist sko, þetta var erfiður leikur frá byrjun. Við vissum það alveg. Þungu fargi létt að ná inn þessu marki og að ná í þrjú stig," sagði Telma eftir leik.

„Þetta er alltaf frábær tilfinning, þeir sem hafa skorað vita það. Það skiptir ekki máli hversu flott mörkin eru, mark er mark."

Það er hægt að fullyrða það að Telma hefur verið gríðarlega óheppin með meiðsli á sínum ferli. Hún hefur þrisvar slitið krossband á sama hné. Hún spilaði 13 leiki í deild og bikar sumarið 2018 og skoraði í þeim tíu mörk. Hún vann sig inn í A-landsliðið en undir lok tímabilsins sleit hún krossband í þriðja sinn.

Telma, sem er 27 ára, hafði ekki spilað keppnisleik frá 2018 fyrir þetta sumar. Hún skipti yfir í FH fyrir tímabilið og er markahæsti Íslendingurinn í Lengjudeildinni með sjö mörk.

„Þetta er frábært. Ég byrjaði í fyrra og þá vissi ég ekkert hvað væri að fara að gerast. Tók þetta skref fyrir skref. Ég er komin á stað sem ég bjóst ekki við að komast á. Að fá að spila aftur og ná vonandi að klára þetta tímabil, það eru algjör forréttindi."

„Þetta hefur gengið virkilega brösulega, upp og niður. Hnéð er búið að haldast fínt, en það er hitt og þetta sem kemur inn í. Ég er að vinna á sjúkraþjálfarastofu og er með 20 aðra sjúkraþjálfara til að hugsa um mig. Þetta hafðist."

Eru einhverjar áhyggjur af hnénu þegar stigið er inn á völlinn? „Það er eiginlega ekkert hægt að hugsa þannig. Ég er búin að taka ákvörðun að kýla á þetta og það kemur það sem kemur. Ef ég hugsa eða dvel á því, þá eru meiri líkur örugglega. Ég ætla að njóta á meðan ég get."

„Ég væri ekki að gera þetta eftir fjögur ár ef þetta væri ekki gaman. Þetta er alveg æðislegt," segir Telma.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.

Sjá einnig:
Telma reimar aftur á sig takkaskóna: Lítil skref á mínum hraða (2021)
Athugasemdir
banner