Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 12. ágúst 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enzo Fernandez bar fyrirliðabandið hjá Chelsea í gær
Mynd: EPA

Enzo Fernandez, miðjumaður Chelsea, var fyrirliði liðsins þegar Chelsea gerði 1-1 jafntefli gegn Inter í æfingaleik í gær.


Enzo komst í fréttirnar í sumar eftir að hafa sungið níðsöngva um svarta leikmenn franska landsliðsins.

Það myndaðist mikil reiði innan herbúða Chelsea en franski varnarmaðurinn Wesley Fofana gagnrýndi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlum.

Enzo bað liðsfélaga sína afsökunar í kjölfarið og hafa leikmenn liðsins tjáð sig opinberlega og virðist málið úr sögunni. Argentíski miðjumaðurinn verður greinilega einn af varafyrirliðum félagsins en hann var einnig fyrirliði liðsins í æfingaleik gegn Real Madrid á dögunum eftir að Reece James þurfti að fara af velli vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner