Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 12. ágúst 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van den Berg kostar 20 milljónir punda
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Liverpool er tilbúið til að selja miðvörðinn sinn efnilega Sepp van den Berg en hefur hafnað ýmsum tilboðum í hann í sumar.

Mörg félög úr þýska boltanum hafa mikinn áhuga á Van den Berg en Liverpool hefur hafnað öllum lánstilboðum í leikmanninn og alltof lágum kauptilboðum.

Mörg þýsk félög hafa verið að bjóða um 10 milljónir punda fyrir miðvörðinn, en Liverpool vill fá 20 milljónir.

Van den Berg er 22 ára Hollendingur með tvö ár eftir af samningi hjá Liverpool. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir aðallið Liverpool og vakti mikla athygli á sér á síðustu leiktíð.

Hann var þá á láni hjá Mainz í þýska boltanum og stóð sig afar vel í efstu deild þar í landi.

Van den Berg býr einnig yfir reynslu úr Championship deildinni eftir tvö ár á láni hjá Preston North End.

Hann á 18 leiki að baki fyrir yngri landslið Hollands.
Athugasemdir
banner
banner