Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. september 2020 20:23
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Amanda og stöllur töpuðu heimaleik
Mynd: Nordsjælland
Nordsjælland 1 - 4 Fortuna Hjörring
0-1 M. George ('6)
1-1 C. Kur ('27)
1-2 I. Riley ('60)
1-3 J. Davis ('82, sjálfsmark)
1-4 I. Riley ('85)

Amanda Jacobsen Andradóttir spilaði síðasta hálftímann er Nordsjælland tapaði gegn Fortuna Hjörring á heimavelli í danska boltanum í dag.

Hin 16 ára gamla Amanda þykir gríðarlega mikið efni en tókst ekki að koma í veg fyrir tapið. Henni var skipt inn í stöðunni 1-2 en lokatölur urðu 1-4.

Amanda hefur verið mikið í kringum byrjunarlið Nordsjælland sem er í fimmta sæti af átta liðum í efstu deild danska boltans. Liðið er með ellefu stig eftir sjö umferðir.

Hún er lykilmaður í unglingaliðum Íslands þar sem hún hefur spilað 12 leiki og skorað 10 mörk fyrir U16 og U17.
Athugasemdir
banner
banner
banner