Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 12. september 2020 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Sjötti sigurinn í röð hjá Stólunum
Lengjudeildin
Sex sigrar í röð hjá Stólunum. Murielle Tiernan er með 20 mörk í 13 leikjum.
Sex sigrar í röð hjá Stólunum. Murielle Tiernan er með 20 mörk í 13 leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fær ekkert stöðvað Keflavík og Tindstól í Lengjudeild kvenna þessa stundina.

Keflavík vann sinn þriðja sigur í röð þegar liðið lagði Aftureldingu 1-0 í dag og Tindastóll vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið fór í Grafarvog og vann þar Fjölni 3-0.

Tindastóll er á toppi deildarinnar með 34 stig og Keflavík í öðru sæti með 30 stig. Haukar koma í þriðja sæti með 23 stig og leik til góða. Murielle Tiernan skoraði tvö fyrir Tindastól í dag og er komin með 20 mörk í 13 leikjum í Lengjudeildinni í sumar; mögnuð fótboltakona.

Víkingur Reykjavík vann þá góðan 4-1 sigur á Völsungi þar sem staðan var 1-1 í hálfleik. Víkingur er í sjötta sæti með 15 stig og Völsungur á botninum með eitt stig.

Keflavík 1 - 0 Afturelding
1-0 Claudia Nicole Cagnina ('15)

Völsungur 1 - 4 Víkingur R.
0-1 Rut Kristjánsdóttir ('14)
1-1 Guðrún Þóra Geirsdóttir ('21)
1-2 Nadía Atladóttir ('63)
1-3 Nadía Atladóttir ('66)
1-4 Rut Kristjánsdóttir ('67)

Fjölnir 0 - 3 Tindastóll
0-1 Markaskorara vantar ('20)
0-2 Murielle Tiernan ('76)
0-3 Murielle Tiernan ('86)

Önnur úrslit:
Lengjudeild kvenna: Mikilvægur sigur Hauka gegn Gróttu
Athugasemdir
banner
banner
banner