Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 12. september 2020 17:45
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Fæst orð bera minnsta ábyrgð
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tók á móti Þór í Lengjudeildinni í dag og þurftu að sætta sig við 2-3 tap í hörkuleik. Afturelding var mikið með boltann og sköpuðu sér afar mörg færi en fengu ekkert út úr leiknum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok.

„Þetta var fjörugur fótboltaleikur. Mikið hrós á strákana að halda áfram allan tímann við mjög erfiðar aðstæður. Það var mikið mótlæti í dag. Mikið sem gekk á og strákarnir tókust vel á við það. Við áttum klárlega skilið að fá jöfnunarmark út úr þessu, að minnsta kosti. Sköpuðum færi og vorum með þá gjörsamlega í köðlunum. Það er hinsvegar þannig að brekkan í fyrri hálfleik, sem við sköpum að hluta til sjálfir en líka ytri þættir sem hafa áhrif á það, var erfitt að takast á við. Þeir fá ákveðnar gjafir sem gera brekkuna bratta og við náum því miður ekki að klífa hana alla þrátt fyrir að hafa lagt okkur alla fram í dag" Sagði Magnús eftir leik.

Magnús var ósáttur með nokkrar ákvarðanir dómarans í dag og hefði viljað fá meira sjálfur „Ég held að fæst orð beri minnsta ábyrgð þarna. Það er ágætt að þú sért að tala við mig 15 mínútum eftir leik en ekki beint eftir leik" Sagði Magnús meðal annars.


Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner