Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 12. september 2020 17:45
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Fæst orð bera minnsta ábyrgð
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tók á móti Þór í Lengjudeildinni í dag og þurftu að sætta sig við 2-3 tap í hörkuleik. Afturelding var mikið með boltann og sköpuðu sér afar mörg færi en fengu ekkert út úr leiknum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok.

„Þetta var fjörugur fótboltaleikur. Mikið hrós á strákana að halda áfram allan tímann við mjög erfiðar aðstæður. Það var mikið mótlæti í dag. Mikið sem gekk á og strákarnir tókust vel á við það. Við áttum klárlega skilið að fá jöfnunarmark út úr þessu, að minnsta kosti. Sköpuðum færi og vorum með þá gjörsamlega í köðlunum. Það er hinsvegar þannig að brekkan í fyrri hálfleik, sem við sköpum að hluta til sjálfir en líka ytri þættir sem hafa áhrif á það, var erfitt að takast á við. Þeir fá ákveðnar gjafir sem gera brekkuna bratta og við náum því miður ekki að klífa hana alla þrátt fyrir að hafa lagt okkur alla fram í dag" Sagði Magnús eftir leik.

Magnús var ósáttur með nokkrar ákvarðanir dómarans í dag og hefði viljað fá meira sjálfur „Ég held að fæst orð beri minnsta ábyrgð þarna. Það er ágætt að þú sért að tala við mig 15 mínútum eftir leik en ekki beint eftir leik" Sagði Magnús meðal annars.


Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner