Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 12. september 2020 17:45
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Fæst orð bera minnsta ábyrgð
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tók á móti Þór í Lengjudeildinni í dag og þurftu að sætta sig við 2-3 tap í hörkuleik. Afturelding var mikið með boltann og sköpuðu sér afar mörg færi en fengu ekkert út úr leiknum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok.

„Þetta var fjörugur fótboltaleikur. Mikið hrós á strákana að halda áfram allan tímann við mjög erfiðar aðstæður. Það var mikið mótlæti í dag. Mikið sem gekk á og strákarnir tókust vel á við það. Við áttum klárlega skilið að fá jöfnunarmark út úr þessu, að minnsta kosti. Sköpuðum færi og vorum með þá gjörsamlega í köðlunum. Það er hinsvegar þannig að brekkan í fyrri hálfleik, sem við sköpum að hluta til sjálfir en líka ytri þættir sem hafa áhrif á það, var erfitt að takast á við. Þeir fá ákveðnar gjafir sem gera brekkuna bratta og við náum því miður ekki að klífa hana alla þrátt fyrir að hafa lagt okkur alla fram í dag" Sagði Magnús eftir leik.

Magnús var ósáttur með nokkrar ákvarðanir dómarans í dag og hefði viljað fá meira sjálfur „Ég held að fæst orð beri minnsta ábyrgð þarna. Það er ágætt að þú sért að tala við mig 15 mínútum eftir leik en ekki beint eftir leik" Sagði Magnús meðal annars.


Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir