Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   lau 12. september 2020 17:45
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Fæst orð bera minnsta ábyrgð
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tók á móti Þór í Lengjudeildinni í dag og þurftu að sætta sig við 2-3 tap í hörkuleik. Afturelding var mikið með boltann og sköpuðu sér afar mörg færi en fengu ekkert út úr leiknum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok.

„Þetta var fjörugur fótboltaleikur. Mikið hrós á strákana að halda áfram allan tímann við mjög erfiðar aðstæður. Það var mikið mótlæti í dag. Mikið sem gekk á og strákarnir tókust vel á við það. Við áttum klárlega skilið að fá jöfnunarmark út úr þessu, að minnsta kosti. Sköpuðum færi og vorum með þá gjörsamlega í köðlunum. Það er hinsvegar þannig að brekkan í fyrri hálfleik, sem við sköpum að hluta til sjálfir en líka ytri þættir sem hafa áhrif á það, var erfitt að takast á við. Þeir fá ákveðnar gjafir sem gera brekkuna bratta og við náum því miður ekki að klífa hana alla þrátt fyrir að hafa lagt okkur alla fram í dag" Sagði Magnús eftir leik.

Magnús var ósáttur með nokkrar ákvarðanir dómarans í dag og hefði viljað fá meira sjálfur „Ég held að fæst orð beri minnsta ábyrgð þarna. Það er ágætt að þú sért að tala við mig 15 mínútum eftir leik en ekki beint eftir leik" Sagði Magnús meðal annars.


Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner