Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 12. september 2020 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að gefast upp á Sancho?
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Verður Hudson-Odoi lánaður?
Verður Hudson-Odoi lánaður?
Mynd: Getty Images
Troy Deeney er sagður á leið til West Brom.
Troy Deeney er sagður á leið til West Brom.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin byrjar aftur í dag en við byrjum daginn á slúðrinu. Hér er slúðurpakki sem BBC tók saman.

Manchester United íhugar að gefast upp á því að kaupa Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund. (Star)

Liverpool er gera plan fyrir kaup á kantmanninum Ismaila Sarr (22) frá Watford í janúar. (Football Insider)

West Ham ætlar að ræða við miðjumanninn Jack Wilshere (28) um riftun á samningi hans. (Mirror)

Barcelona ætlar að gera Arsenal lánstilboð í bakvörðinn Hector Bellerin (25). Bellerin var áður fyrr í akademíu Barcelona. (Marca)

Edouard Mendy (28), markvörður Rennes í Frakklandi, mun gangast undir læknisskoðun í London um helgina fyrir félagaskipti sín til Chelsea. (Star)

Það kom Olivier Giroud (33), sóknarmanni Chelsea, á óvart þegar hann var orðaður við Ítalíumeistara Juventus. (Telefoot)

Chelsea er að íhuga að lána kantmanninn Callum Hudson-Odoi (19). (90min)

David Moyes, stjóri West Ham, segir að félagið sé ekki tilbúið að borga það sem Burnley biður um fyrir miðvörðinn James Tarkowski (27). (Football London)

Ólíklegt er að Tottenham kaupi sóknarmanninn Arkadiusz Milik (26) frá Napoli í yfirstandandi félagaskiptaglugga. (Sky Sports)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að það komi á óvart að engin formleg tilboð hafi borist í kantmanninn Wilfried Zaha (27). (Standard)

Hodgson viðurkennir að sögur um áhuga Everton og Tottenham hafi truflað Zaha. (Sun)

West Brom er komið langt í viðræðum við Watford varðandi kaup á sóknarmanninum Troy Deeney (32). (Football Insider)

Brighton hefur bæst í kapphlaupið um Emiliano Martinez (28), markvörð Arsenal. Aston Villa hefur sýnt honum áhuga. (Guardian)

Varnarmaðurinn Gaetano Berardi (32) vonast til að skrifa undir nýjan samning við Leeds í þessum mánuði. Síðasti samningur hans rann út í síðasta mánuði en hann hefur verið að glíma við alvarlega meiðsli. (RSI)

Aston Villa er að undirbúa 18 milljón evra tilboð í Milot Rashica (24), framherja Werder Bremen. (Bild)

Red Bull Salzburg hefur tjáð Tottenham það að sóknarmaðurinn Patson Daka (21) vilji vera áfram í Austurríki. (Standard)

Arsenal hefur hafið viðræður við Brentford um möguleg kaup á markverðinum David Raya (24). (90min)

Bournemouth mun leyfa sóknarmanninum Josh King (28) að yfirgefa félagið. (Telegraph)

Manchester United hefur náð samkomulagi við Man City um 750 punda kaupverð á framherjanum Charlie McNeill (17). (MEN)
Athugasemdir
banner
banner
banner