Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 12. september 2022 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Misskilningur í Landeyjahöfn í gær - „Það hefði verið mjög óheppilegt"
Magnús Þorsteinsson, liðsstjóri Fram, bjargaði málunum í gær.
Magnús Þorsteinsson, liðsstjóri Fram, bjargaði málunum í gær.
Mynd: Aðsend
Það má segja að Framarar hafi lent í örlítið kröppum dansi er þeir mættu ÍBV í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Framarar ferðuðust með rútu í Landeyjarhöfn, en þegar þangað var komið fengu þeir þau skilaboð frá starfsmanni Herjólfs að það væri ekki bókað fyrir rútuna í bátnum.

Rútan var tæmd í flýti í kjölfarið á þeim fregnum, en svo þegar komið var til Vestmannaeyja þá kom það í ljós að tvö skópör leikmanna höfðu gleymst í rútunni.

Eftir á voru þetta mistök hjá starfsmanni Herjólfs því rútan var í raun og veru bókuð. Skipstjóri Herjólfs baðst afsökunar og aðstoðaði við að málið yrði leyst.

Það reddaðist þannig að liðsstjóri Fram, Magnús Þorsteinsson. fór aftur í land með bát frá Ribsafari. Hann náði í þau skópör sem gleymdust í rútunni og fengu leikmennirnir tveir skópörin sín 30-45 mínútum fyrir leik. Þetta fór því allt á besta veg.

„Þetta hefði getað orðið hið versta mál en það bjargaðist. Það hefði verið mjög óheppilegt ef tveir af leikmönnum liðsins hefðu ekki getað spilað út af þessu," segir Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Leikurinn í gær endaði með jafntefli og er Fram í sjöunda sæti Bestu deildarinnar. Liðið á enn möguleika á því að vera í efri helmingi deildarinnar þegar hún skiptist, en til þess að gera það þá þurfa þeir að vinna Keflavík í lokaumferðinni og treysta á að Stjarnan tapi fyrir FH.
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner