Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. september 2022 16:35
Fótbolti.net
Sagður hafa áhuga á að þjálfa íslenskt lið á næsta tímabili
Aleksandar Linta.
Aleksandar Linta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aleksandar Linta ku hafa áhuga á því að þjálfa lið á Íslandi á næsta tímabili en þetta kom fram í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Linta náði eftirtektarverðum árangri með lið Vozdovac á síðasta tímabili en liðið barðist um Evrópusæti í serbnesku deildinni. Í dag þjálfar hann FK Mladost GAT en liðið er í harðri fallbaráttu.

Linta þekkir Ísland vel en hann spilaði hér á landi með ÍA, Skallagrími, Víkingi Ólafsvík, KA, Þór og Grundarfirði ásamt því að þjálfa síðastnefnda liðið.

Hann hefur auk þess þjálfað í Slóveníu og Kasakstan.

„Hann hætti hjá Vozdovac til að stökkva á stærri díl hjá öðru félagi en var svo rekinn þaðan. Ég heyrði af því að hann væri opinn fyrir því að koma til Íslands. Ég talaði við fólk kringum Vozdovac og það var mikil ánægja með hann og fólk var fúlt þegar hann stökk frá borði. Það voru klár mistök hjá honum að fara. Hann fékk hærri laun en það stóð stutt yfir," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Sjá einnig:
„Alveg gáttaður þegar ég varð vitni að þessu''
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner