banner
banner
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
laugardagur 9. september
Lengjudeild karla
fimmtudagur 28. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W - SK Brann W - 17:45
PSG (kvenna) - Hacken W - 20:00
Vináttulandsleikur
Argentina U-16 - Cote dIvoire U-16 - 17:30
Czech Republic U-16 - Mexico U-16 - 17:30
France U-16 - Saudi Arabia U-16 - 17:30
Japan U-16 - Wales U-16 - 17:30
mán 11.apr 2022 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

„Alveg gáttaður þegar ég varð vitni að þessu''

„Takk fyrir að skila honum aftur til okkar, takk Ísland!" sagði einkar viðkunnanleg kona sem starfar fyrir FK Vozdovac í Serbíu við mig þegar ég spurði hana út í Aleksandar Linta þjálfara liðsins. Það var ljóst á öllum sem koma að félaginu að Linta er dáður hjá þeim.

Aleksandar Linta þjálfar FK Vozdovac sem er í 4. sæti serbnesku deildarinnar.
Aleksandar Linta þjálfar FK Vozdovac sem er í 4. sæti serbnesku deildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég man eftir honum mæta á trukknum 5 mínútum fyrir æfingu í skítugum vinnugalla. Þá var hann að klára 10 tíma vinnudag og mætti beint á æfingu.''
,,Ég man eftir honum mæta á trukknum 5 mínútum fyrir æfingu í skítugum vinnugalla. Þá var hann að klára 10 tíma vinnudag og mætti beint á æfingu.''
Mynd/Fótbolti.net - Gísli Baldur
,,Mér fannst þetta svo gaman, þetta var góður hópur. Þór er fjölskyldufélag, ég er ekki að segja að KA sé það ekki, en Þór er meira fjölskyldufélag fannst mér.''
,,Mér fannst þetta svo gaman, þetta var góður hópur. Þór er fjölskyldufélag, ég er ekki að segja að KA sé það ekki, en Þór er meira fjölskyldufélag fannst mér.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Enn þann dag í dag spjöllum við öðru hvoru saman og hann fylgist með því sem ég er að gera. Ég fíla svona menn, með skap og karakter. Það eru ekki margir svona.'''
,,Enn þann dag í dag spjöllum við öðru hvoru saman og hann fylgist með því sem ég er að gera. Ég fíla svona menn, með skap og karakter. Það eru ekki margir svona.'''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þó ég fari heim er ég enn að vinna og á jafnvel erfitt með að sofna því ég er að hugsa um fótbolta.''
,,Þó ég fari heim er ég enn að vinna og á jafnvel erfitt með að sofna því ég er að hugsa um fótbolta.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það má segja að Víkingur Ólafsvík og Þór séu mín uppáhalds lið.
,,Það má segja að Víkingur Ólafsvík og Þór séu mín uppáhalds lið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Andrúmsloftið var alveg sturlað hjá Olimpija því félagið hafði aldrei komist svona langt áður.''
,,Andrúmsloftið var alveg sturlað hjá Olimpija því félagið hafði aldrei komist svona langt áður.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Hann baktalaði alla við hvorn annan. Einn daginn sagði hann eitthvað en þann næsta var það eitthvað allt annað og svo framvegis.''
,,Hann baktalaði alla við hvorn annan. Einn daginn sagði hann eitthvað en þann næsta var það eitthvað allt annað og svo framvegis.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með Partizan Belgrad og Rauðu Stjörnuna sem allir þekkja en þetta er líklega besta félagið í Serbíu.''
„Við erum með Partizan Belgrad og Rauðu Stjörnuna sem allir þekkja en þetta er líklega besta félagið í Serbíu.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það snýst um félagslega færni, ég veit að gott andrúmsloft er grunnurinn að öllu.''
„Það snýst um félagslega færni, ég veit að gott andrúmsloft er grunnurinn að öllu.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég gæti verið með bestu leikmenn heims en ef andrúmsloftið er ekki gott, ef menn talast ekki við, þá eru ekki miklar líkur á að við getum gert neitt.
,,Ég gæti verið með bestu leikmenn heims en ef andrúmsloftið er ekki gott, ef menn talast ekki við, þá eru ekki miklar líkur á að við getum gert neitt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aleksandar Linta langar að fá ísenska leikmenn til Serbíu og vill svo þjálfa lið á Íslandi í framtíðinni.
Aleksandar Linta langar að fá ísenska leikmenn til Serbíu og vill svo þjálfa lið á Íslandi í framtíðinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég og Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net vorum staddir í Belgrad í síðustu viku til að fjalla um kvennalandslið Íslands sem spilaði við Hvíta Rússland á heimavelli FK Vozdovac. Ég spurði hvort ég mætti setjast niður með Linta og það var sjálfsagt. Við fengum að mæta á æfingu liðsins í hádeginu á fimmtudaginn og í kjölfarið bauð Linta okkur inn á skrifstofu í spjall.

Linta bjó í 15 ár á Íslandi, kom fyrst hingað árið 1997 til að spila með liði ÍA.

„Ivan Golac mætti á næstum alla leiki liðsins sem ég spilaði með í Serbíu. Hann heillaðist af mér sem leikmanni og þegar hann fór til Íslands til að taka við ÍA bað hann mig um að koma með sér og auðvitað sagði ég já," sagði Linta.

„ÍA hafði verið Íslandsmeistari í 5 ár þegar ég kom og við spiluðum í Evrópukeppni þetta ár gegn Kosice frá Slóveníu. Við áttum í vandræðum með þá enda með gríðarlega sterkt lið," sagði Linta en báðir leikirnir töpuðust, 0-3 og 0-1.

Mætti á trukknum á æfingu í skítugum vinnugalla
„Það voru mjög stórir karakterar í þessu ÍA liði, Óli Þórðar, Steinar og Ólafur Adolfssynir og margir aðrir góðir leikmenn. Óli Þórðar var mesti harðjaxlinn. Í Serbíu eru spakmæli 'sýndu mér leikmanninn á vellinum og ég skal segja þér allt um karakterinn.' Þannig var Óli, hann lagði sig allan fram á vellinum og það sama gerði hann utan fótboltans í lífinu," útskýrir Linta sem hélt áfram að tala um Ólaf Þórðarson.

„Ég man eftir honum mæta á trukknum 5 mínútum fyrir æfingu í skítugum vinnugalla. Þá var hann að klára 10 tíma vinnudag og mætti beint á æfingu. Þetta kom mér svo á óvart því ég kem frá Serbíu þar sem allir fótboltamenn eru atvinnumenn í fullu starfi, meira að segja í 2. og 3. deild.  Ég var því alveg gáttaður þegar ég varð vitni að þessu sem ungur maður."

„Ég var bara 21 árs gamall og lærði helling af þessum mönnum, ég var bara krakki sem spilaði fótbolta og hafði aldrei í lífinu þurft að vinna. Á Íslandi lærði ég hvernig lífið á að vera, ég lærði svo mikið af Íslendingum. Ég endaði á að vera í 15 ár á Íslandi og það var bara því mér líkaði svo vel að vera þar."

ÍA endaði í 2. sæti efstu deildar þetta tímabil eftir að hafa verið Íslandsmeistari í 5 ár í röð og tapaði úrslitaleik bikarsins. „Þetta var ekki hörmung en það bjuggust allir við meiru af okkur. Við vorum með gott lið en Golac missti starfið um miðjan júní því það hafði gengið illa. Logi Ólafsson tók við liðinu og kláraði tímabilið."

Æfði einn allan veturinn og vann í Kjarnafæði
Hann spilaði næstu ár með Skallagrími og Víkingi Ólafsvík en árið 2006 gekk hann í raðir KA á Akureyri. Þar var hann tvö tímabil en hætti haustið 2007 eftir ósætti með samningamál. Þá gerði hann það sem þykir ekki vinsælt á Akureyri og skipti yfir til erkiféndanna í Þór.

„Ég vann bara í Kjarnafæði og æfði einn á Akureyri frá nóvember og fram í apríl. Ég vildi halda áfram að spila fótbolta og beið eftir rétta tækifærinu," útskýrir Linta.

„Svo hafði Þór samband í apríl og bauð mér að koma og við komumst að samkomulagi. Mér líkaði virkilega vel á Akureyri og þá sérstaklega hjá Þór. Þegar ég lít yfir það sem er liðið voru þetta líklega mín bestu ár. Ég hafði komið mér fyrir með fjölskyldu, átti konu og börn og var afslappaður og naut þess að spila fótbolta. Mér fannst þetta svo gaman, þetta var góður hópur. Þór er fjölskyldufélag, ég er ekki að segja að KA sé það ekki, en Þór er meira fjölskyldufélag fannst mér."

Lárus Orri í uppáhaldi
Okkur lék forvitni á að vita hverjum hann hefði lært mest af á þessum 15 árum sem hann var á Íslandi og það er ljóst hver er í uppáhaldi.

„Ég er maður sem læri af öllum, þó ég sé að ganga eftir götu og sjái ruslamanninn gera eitthvað þá gæti ég lært af honum. Ég nýti mér margt sem ég lærði af Lárusi Orra, Óla Þórðar og Ejub Puricevic. Þeir hafa allir kennt mér eitthvað og ég tek svo saman púslin og set þau saman," sagði Linta.

„Ég og Lárus Orri unnum mjög vel saman. Enn þann dag í dag spjöllum við öðru hvoru saman og hann fylgist með því sem ég er að gera. Ég fíla svona menn, með skap og karakter. Það eru ekki margir svona. Hann átti líka góðan feril og það er bara því hann var harður, hann hafði ekki gríðarlega hæfileika en hafði trú á sér og náði að standa sig vel með landsliðinu, Stoke og WBA," sagði hann.

„Lárus Orri vann í sundlauginni í Þelamörk á daginn. Þessi gæi á fjölda ára að baki sem atvinnumaður í fótbolta og á eflaust góðan eftirlaunasjóð þaðan en samt kýs hann að vinna á daginn og mæta svo á æfingu. Mér finnst það frábært. Flestir á Íslandi eru svona og þetta hef ég lært af þeim. Ég mæti í vinnu hjá félaginu milli sjö og átta, er með æfingu klukkan 11 og  er á skrifstofunni til þrjú. Þó ég fari heim er ég enn að vinna og á jafnvel erfitt með að sofna því ég er að hugsa um fótbolta."

Þjálfaraferillinn hófst á Grundarfirði
Linta var hjá Þór í fjögur ár og náði með þeim að vinna sæti í efstu deild. Árið í efstu deild, 2011 var lokaárið hjá Þór en eftir það fór hann til Grundarfjarðar þar sem hann hóf þjálfaraferilinn.

„Mér leið líka vel í Ólafsvík þegar ég spilaði þar. Það má segja að Víkingur Ólafsvík og Þór séu mín uppáhalds lið. Akureyri og Ólafsvík eru samt pínulitlir staðir fyrir mann sem er fæddur og uppalinn í Belgrad. Ég á samt auðvelt með að aðlagast og það var eins í Ólafsvík, okkur gekk líka vel í fótboltanum þar og unnum flesta leiki sem við spiluðum. Þetta var góður tími þar, Ejub þjálfaði og var góður þjálfari, hann gat verið harður en við náðum vel saman," sagði Linta.

Þjálfaraferill Linta hófst á Grundarfirði árið 2012. Hann hafði þá verið í Serbíu að sækja sér þjálfararéttindi í nokkra mánuði áður en hann tók við í apríl. Eftir eitt tímabil í Grundarfirði fór hann aftur til heimalandsins til að þjálfa U19 lið FK Vozdovac og varð síðan aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Eftir það fékk hann starf í þjálfarateymi U16 og U17 landsliða Serbíu og varð svo ráðinn aðalþjálfari U19 liðsins.

„Það var gott fyrir ferilskrána að hafa tekið þessi störf og geta séð hvernig er að vinna með unglingalið.  Þegar vinnur með landslið er maður stundum að vinna í 4 daga á tveimur mánuðum með liðin. Annars er maður mest að skrifa á tölvu," sagði Linta sem vildi frekar vinna með félagslið þar sem hann væri daglega að vinna með lið. 

Í umspili í Evrópudeildina
Hann tók við sem aðalþjálfari hjá slóvenska liðið NK Olimpija Ljubljana  í lok júlí árið 2018 eftir að gamli Liverpool leikmaðurinn Igor Biscan yfirgaf félagið og það byrjaði heldur betur vel.

„,Við komumst í umspil í Evrópudeildina. Við unnum írska liðið Cruseiders og svo HJK Helsinki frá Finnlandi. Í umspilinu féllum við út gegn Spartak Trnava frá Tékklandi. Við töpuðum fyrri leiknum og gerðum jafntefli í hinum. Þetta var besti árangur Olimpija í Evrópukeppni,"  sagði Linta.

„Andrúmsloftið var alveg sturlað hjá Olimpija því félagið hafði aldrei komist svona langt áður. Þetta gerðist á stuttum tíma því það var spilað alla miðvikudaga og spennan varð mikil," sagði Linta sem starfaði þó hjá félaginu í mjög skamman tíma, innan við mánuð.  En hvað olli því að hann stoppaði svona stutt við?

Forsetinn var alveg bilaður
„Forseti félagsins var mjög erfiður. Ég gat ekki rifist við hann. Hann var alveg bilaður, hann er þannig manneskja," sagði Linta en augljóst var að hann var alls ekki sáttur við samstarfið við forsetann.

Milan Mandaric var forseti félagsins á þessum tíma en hann þekkja margir fótboltaáhugamenn síðan hann átti félög eins og Porstmouth, Leicester City og  Sheffield Wednesday,

„Hann baktalaði alla við hvorn annan. Einn daginn sagði hann eitthvað en þann næsta var það eitthvað allt annað og svo framvegis. Þetta er ekki faglegt umhverfi og það er ekki hægt að vinna með svona fólki. Hann hugsar eitt, segir annað og gerir svo eitthvað allt annað," hélt Linta áfram en árið 2018 voru tíð þjálfaraskipti hjá félaginu og Linta er einn fimm þjálfara sem voru aðalþjálfari liðsins á einhverjum tímapunkti 2018.

„Svona lét hann við leikmennina, þjálfarateymið, og annað starfsfólk félagsins. Það gat enginn unnið með honum en starfsfólkið á skrifstofunni leiddi þetta bara hjá sér enda skiluðu launin sér. Leikmönnunum líkaði ekki heldur við hann."

Þjálfar í dag hjá besta félagi í Serbíu
Linta hætti því í Slóveníu eftir tæpan mánuð í starfi og færði sig yfir til Kazakhstan þar sem hann stýrði FC Irtysh Pavlodar og á síðasta tímabili stýrði hann FK Radnički í Serbíu og kom liðinu upp í efstu deild. Í dag er hann svo kominn til FK Vozdovac sem er ofarlega i serbnesku deildinni en hann tók við liðinu í september þegar nokkrar umferðir voru liðnar af deildinni.

„Þetta er líklega besta félagið í Serbíu," útskýrir Linta. „Við erum með Partizan Belgrad og Rauðu Stjörnuna sem allir þekkja en þetta er líklega besta félagið í Serbíu. Aðstæðan er alveg frábær, við erum með góðan eiganda og það stenst allt upp á bók. Það skiptir sér enginn af mér og ég get haft hlutina eins og ég vil hafa þá," sagði hann.

„Auðvitað verð ég að skila úrslitum  en hjá öllum hinum félögunum er svo mikil pressa og þar eru margir sem koma að ákvörðunum, fyrirtæki að skipta sér af og það er stjórn þar sem menn eru að reyna að koma sínum leikmönnum á framfæri. Fyrir unga leikmenn og ungan þjálfara er þetta besta félag Serbíu. Maður getur þróað sig því maður hefur frelsi til að gera það sem maður vill."

Eftir að hafa hitt nokkra starfsmenn félagsins dagana sem við vorum í Belgrad varð okkur ljóst að Linta og aðstoðarmenn hans eru virkilega vel metnir og fólk talaði um að þau mundu ekki eftir eins faglegu og góðu teymi. Ég sagði honum frá þessu og hann sagði.

„Ég er mjög kröfuharður á æfingum en ég er samt rólegur. Ég kann að skapa rétta andrúmsloftið og á mjög auðvelt með það," svaraði Linta.

„Það snýst um félagslega færni, ég veit að gott andrúmsloft er grunnurinn að öllu. Ég gæti verið með bestu leikmenn heims en ef andrúmsloftið er ekki gott, ef menn talast ekki við, þá eru ekki miklar líkur á að við getum gert neitt. En ef hópurinn er góður og andrúmsloftið gott og menn berjast fyrir hvorn annan þá er hægt að ná árangri.  Við erum líka að gera það núna með þetta lið sem háði mikla fallbaráttu í fyrra. Þeir voru næstum fallnir eftir markalaust jafntefli í lokaumferðinni en úrslit urðu þeim hagstæð í öðrum leik."

Við þökkuðum Linta fyrir gott spjall og á meðan við röltum með honum út af skrifstofunni sagði hann okkur að hann langaði mikið til að fá íslenska leikmenn í liðið sitt útaf hugarfarinu sem fylgir þeim. Góð hugmynd fyrir umboðsmenn sem vilja hugsa út fyrir boxið kannski.  Draumurinn hans sjálfs til lengri tíma er hinsvegar að snúa aftur til Íslands og taka við þjálfarastarfi, landið hefur mótað hann og hann langar aftur 'heim' einn daginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner