Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. október 2019 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Dagur Dan skoraði í uppbótartíma þegar Kvik Halden fór á toppinn
Dagur í leik með Keflavík árið 2018.
Dagur í leik með Keflavík árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Kvik Halden skaut sér á toppinn í riðli 1 í norsku þriðju efstu deild með sigri á Byåsen í dag.

Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik. Kvik komst yfir á 60. mínútu og á 4. mínútu uppbótartíma skoraði Kvik 3. mark leiksins.

Þar var á ferðinni Dagur Dan Þórhallsson en hann er á láni hjá félaginu frá Mjondalen. Dagur lék allan leikinn fyrir Kvik Halden.

Kvik Halden er með sigrinum í toppsæti deildarinnar en Stjordals Blink getur náð því aftur því liðið á leik til góða. Tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Sjá einnig: Dagur Dan öflugur með Kvik/Halden - Góður möguleiki á að fara upp
Athugasemdir
banner
banner