Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. nóvember 2020 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki ásættanlegt að tala um að leikmenn séu þreyttir eftir 80 mínútur"
Icelandair
Ungverjaland fagnar sigrinum.
Ungverjaland fagnar sigrinum.
Mynd: Getty Images
Domink Szoboszlai, hetja Ungverjalands.
Domink Szoboszlai, hetja Ungverjalands.
Mynd: Getty Images
Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverjalands þegar liðið lagði Ísland að velli í úrslitaleiknum um sæti á EM næsta sumar.

Markið skoraði hann með langskoti, stöngin inn, eftir að hafa hlaupið frá sínum vallarhelmingi.

Stuttu áður en Szoboszlai skoraði þá var Ísland í fínni sókn sem endaði með því að Jón Daði Böðvarsson átti skot sem fór í varnarmann. Ungverjar geystust þá í sókn sem færði þeim sigurmarkið í leiknum.

Íslensku varnarmennirnir náðu ekki að stöðva vornarstjörnu Ungverja. Markið má sjá neðst í fréttinni.

„Þarna erum við komin með nýja miðju. Aron og Rúnar eru farnir út. Ef maður leyfir sér að vera pínulítið dramatískur á þessum tímapunkti, þá held ég að við hefðum ekki fengið á okkur svona mark ef Aron Einar hefði til dæmis verið enn inn á vellinum, eða einhver sem hefði verið búinn að spila 90 mínútur inn á miðsvæðinu," sagði Atli Viðar Björnsson.

Birkir Bjarnason var kominn inn á miðjuna og orðinn mjög þreyttur. Hann hefur ekkert spilað að undanförnu með félagsliði sínu, Brescia á Ítalíu.

„Hann var bensínlaus. Við þessu var að búast, hann spilar bara landsleiki. Það er ekki skrítið að hann sé þreyttur," sagði Bjarni Guðjónsson.

„Mér finnst þetta umræða sem er á vitlausum stað. Við erum að tala um íslenska landsliðið sem er að keppa um það í úrslitaleik að komast á lokamót í Evrópukeppni. Það er ekki eins og þetta sé þriðji leikurinn á sjö dögum þar sem liðið er búið að spila þétt í þrjá daga. Þeir eru koma inn í verkefnið núna."

„Það er ekki ásættanlegt finnst mér að tala um að leikmenn séu þreyttir eftir 80 mínútna leik. Það er staður sem íslenska landsliðið á ekki að vera á. Við eigum að gera kröfu á að leikmenn sem eru valdir í íslenska landsliðið geti spilað 90 mínútur í fótbolta án þess að þurfa að fara af velli," sagði Bjarni jafnframt.

Margir leikmanna liðsins eru ekki í mikilli leikæfingu. Atli Viðar spurði Bjarna hvað væri til ráða. Ætti að spila þeim leikmönnum sem eru að spila meira í félagsliðum sínum?

„Mér hefði fundist það vera eðlilegt. En svo horfir maður á leikinn í dag og hvernig Kári spilar, hann er frábær í leiknum. Aron er frábær á meðan hann er inn á. Birkir var í fínu lagi. Það var ekkert að þessu, en leikurinn er 90 mínútur. Það eru 2-3 mínútur í lokin þar sem við erum sprungnir og við töpum út af því. Við töpum því við erum ekki í nægilega góðu formi.


Athugasemdir
banner
banner
banner