Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. nóvember 2020 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ömurlegur endir og Ísland fer ekki á EM
Icelandair
Mynd: Getty Images
Ungverjaland 2 - 1 Ísland
0-1 Gylfi Þór Sigurðsson ('11 )
1-1 Loic Nego ('88 )
2-1 Dominik Szoboszlai ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Ísland verður ekki með á EM alls staðar næsta sumar eftir grátlegt tap gegn Ungverjalandi í Búdapest.

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á 11. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu.

Staðan var 1-0 í hálfleik og alveg fram á 88. mínútu. Íslensku strákarnir börðust hetjulega en því miður dugði þessi mikla barátta. Ungverjar jöfnuðu með heppnismarki þegar boltinn féll fyrir fætur Loic Nego í teignum.

Í uppbótartímanum skoraði svo vonarstjarna Ungverja, Dominik Szoboszlai, með þrumuskoti. Hann fékk að æða áfram og lét svo vaða langt utan af velli. Boltinn fór í stöngina og inn, og Ungverjar ærðust af fögnuði.

Ísland náði ekki að svara og lokatölur 2-1 fyrir Ungverjaland sem fer á EM. Við sitjum eftir með sárt ennið; við vorum ekki á okkar þriðja stórmót í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner