Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. nóvember 2020 23:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotar á sitt fyrsta stórmót í 22 ár - Tilfinningaþrungið kvöld
Mynd: Getty Images
Skotland tryggði sér farseðilinn á EM næsta sumar með því að vinna Serbíu í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Leikurinn endaði 1-1. Luka Jovic jafnaði metin fyrir Serbíu seint eftir að Ryan Christie hafði komið Skotlandi yfir. Það þurfti að framlengja, en í henni var ekkert skorað. Því var gripið til vítaspyrnukeppni.

David Marshall var hetja Skotlands en hann varði víti Aleksandar Mitrovic í vítakeppninni.

Þetta er í fyrsta sinn í 22 ár sem Skotland kemst á stórmót í fótbolta. Þetta er mikið afrek og skiptir leikmenn liðsins mjög, mjög miklu máli.

Ryan Christie skoraði mark Skotlands í leiknum. Hann fór í tilfinningaþrungið viðtal eftir leik. Hér að neðan má sjá hvað þetta afrek skiptir hann gríðarlega miklu máli.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner