Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   þri 12. nóvember 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eric Smith tekst ekki að spila fyrir sænska landsliðið
Eric Smith í baráttu við Leroy Sané.
Eric Smith í baráttu við Leroy Sané.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sænski varnarmaðurinn Eric Anders Smith er miður sín vegna þess að hann getur ekki spilað með landsliðinu sínu í landsleikjahlénu þrátt fyrir að hafa fengið kallið.

Eric Smith á enn eftir að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svíþjóð þrátt fyrir að hafa verið kallaður upp í landsliðshópinn fjórum sinnum í röð.

Smith er 27 ára gamall og lék 14 leiki fyrir yngri landslið Svía á sínum tíma. Hann hefur verið á mála hjá FC St. Pauli í þýska boltanum undanfarin ár og var í lykilhlutverki er félagið tryggði sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.

Hann hefur verið einn af allra bestu leikmönnum liðsins í efstu deild, þar sem St. Pauli er komið með 8 stig eftir 10 fyrstu umferðirnar.

Jon Dahl Tomasson vill ólmur nýta Smith í varnarlínunni sinni en hefur enn ekki tekist ætlunarverk sitt.

Fyrstu skiptin gat Smith ekki spilað með landsliðinu af persónulegum ástæðum og í þriðja skiptið eignaðist hann frumburðinn sinn. Í þetta sinn er hann að glíma við smávægileg meiðsli sem munu halda honum frá keppni í eina til tvær vikur.

„Mér þykir þetta mjög leitt því þetta er leikmaður sem vill ólmur taka þátt í landsliðsverkefnum með okkur. Við getum ekkert gert í þessu. Ég heyrði á röddinni hans hversu miður sín hann var að missa af enn einu landsleikjahléi," sagði Jon Dahl Tomasson landsliðsþjálfari Svía meðal annars á fréttamannafundi í gær.
Athugasemdir
banner