Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 12. nóvember 2024 09:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kudus til Arsenal - Man Utd íhugar að losa Zirkzee og er orðað við tvo Kanadamenn
Powerade
Kudus hefur verið öflugur hjá West Ham.
Kudus hefur verið öflugur hjá West Ham.
Mynd: EPA
Zirkzee hefur ekki heillað eftir að hann skoraði í opnunarleiknunm.
Zirkzee hefur ekki heillað eftir að hann skoraði í opnunarleiknunm.
Mynd: EPA
Jonathan David er frábær framherji.
Jonathan David er frábær framherji.
Mynd: EPA
Arsenal er tilbúið að kaupa Mohammed Kudus, Tottenham ætlar að ýta frá sér áhuga annarra félaga á Cristian Romero og Manchester United gæti losað sig við Joshua Zirkzee. Þetta og fleira í slúðurpakkanum sem BBC tekur saman.



Arsenal er tilbúið að greiða 83 milljónir punda fyrir Mohammed Kudus (24) kantmann West Ham. Ganverjinn vill spila Evrópubolta. (Fichajes)

Tottenham ætlar að ýta frá sér áhuga annarra félaga á Cristian Romero (26). (Football Insider)

Manchester United íhugar að losa sig við Joshua Zirkzee (23) í janúar og eru félög í Seríu A að fylgjast með. (Calciomercato)

Juventus leiðir baráttuna um Jonathan David (24) hjá Lille. Man Utd, Liverpool og Inter hafa einnig áhuga. (Footmercato)

Man City horfir til Mike Maignan (29) markmanns AC Milan og franska landsliðsins. (Fichajes)

Dortmund skoðar að reyna við Jobe Bellingham (19) miðjumann Sunderland. (Alan Nixon)

Alphonso Davies (24) er opinn fyrir því að endurnýja kynnin við Hansi Flick hjá Barcelona en Real Madrid og Man Utd hafa einnig áhuga. (Teamtalk)

Paul Pogba (31) er nálægt því að ná samkomulagi við Juventus um riftun á samningi. (Sky Sports)

Leroy Sane (28) vill framlengja við Bayern Munchen en er þó enn talsvert frá samkomulagi við félagi. (Florian Plettenberg)

Sergio Ramos (38) mun ekki snúa aftur til Real Madrid en spænska félagið mun fá inn miðvörð í janúar. Jonathan Tah (28) hjá Leverkusen er kostur sem Real er að skoða. (Diario)

Njósnarar fylgjast vel með þróun mála hjá Kiano Dyer (17) miðjumanni Chelsea sem er á lokaári samnings síns. (Mail)

Thomas Tuchel vill fá Henrique Hilario, markmannsþjálfara Chelsea, í þjálfarateymi sitt hjá enska landsliðinu. (Telegraph)

David Moyes er að horfa til endurkomu í úrvalsdeildina. Crystal Palace, Wolves, Southampton og Leicester gætu stokkið á Moyes. (Talksport)

Frank Lampard kemur til greina sem næsti stjóri Coventry í Championship deildinni. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner