Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fim 12. desember 2019 09:37
Elvar Geir Magnússon
Minamino til Liverpool í janúar?
Liverpool ku hafa áhuga á að fá japanska miðjumanninn Takumi Minamino í janúarglugganum. Þessi leikmaður Red Bull Salzburg er fjölhæfur og getur spilað í flestum sóknarstöðunum.

Liverpool var hrifið af frammistöðu hans í leikjum sínum gegn Salzburg í Meistaradeildinni.

Liverpool er meðvitað um að Japaninn er með riftunarákvæði upp á 7,75 milljónir punda.

Minamino er 24 ára og skoraði á Anfield fyrr á tímabilinu auk þess sem hann var talinn besti leikmaður austurríska liðsins í miðri viku þegar Liverpool tryggði sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Ofan á fótboltagæði hans þá er hann gríðarlega vinsæll í austurlöndum fjær, á svæði þar sem Liverpool vill auka markaðsmöguleika sína.
Athugasemdir
banner
banner