Ívar Örn Jónsson er búinn að skrifa undir nýjan samning við HK. Hann gildir til næstu tveggja ára.
Ívar Örn er uppalinn hjá HK en hann lék sinn fyrsta leik með liðinu árið 2011. Hann færði sig um set árið 2013 og samdi við Víking og síðar Val en snéri aftur heim árið 2020.
Hann hefur leikið 338 KSÍ leiki og skorað 30 mörk en hann kom við sögu í 17 leikjum með HK þegar liðið féll úr Bestu deildinni síðasta sumar.
Hann hefur leikið 35 leiki í næst efstu deild með HK á ferlinum og tíu leiki með Víkingi.
Athugasemdir