Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. janúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Finnur Tómas: Vil að fólk muni eftir nafni mínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég heyrði áhugann frá félaginu og þá varð ég spenntur," sagði Finnur Tómas Pálmason eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning hjá IFK Norrköping í dag.

Sænska félagið hefur keypt hinn 19 ára gamla Finn í sínar raðir frá KR.

„Það hafa margir Íslendingar spilað hér og ég hef heyrt góða hluti um félagið. Ég talaði við þjálfarann og heyrði hugmyndir hans fyrir mig og framtíð félagsins og það var aðalatriðið."

Norrköping endaði í 6. sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Ísak Bergmann Jóhannesson er á meðal leikmanna liðsins.

„Ég veit hluti sem íslensku þjálfararnir hafa sagt mér sem og fjölskyldumeðlimir. Þeir unnu deildina 2015 með Íslending í liði sínu."

„Ég veit að liðið hefur verið að berjast í toppbaráttunni undanfarin tímabil og það er gott fyrir mig að ganga til liðs við svoleiðis félag,"
sagði Finnur sem setur markið hátt hjá Norrköping.

„Ég vil auðvitað taka skref í þróun minni sem leikmaður. Ég vil setja mark mitt á liðið þannig að fólk muni eftir nafninu mínu þegar ég fer héðan eftir 5-10 ár."

Athugasemdir
banner
banner