Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 13. janúar 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð byrjaður aftur að æfa og er möguleiki fyrir helgina
Alfreð hefur verið mjög óheppinn með meiðsli.
Alfreð hefur verið mjög óheppinn með meiðsli.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason er byrjaður að æfa aftur með liði sínu, Augsburg, eftir meiðsli.

Alfreð hefur verið að glíma við vöðvameiðsli og spilaði hann síðast í nóvember. Hann hefur komið við sögu í þremur deildarleikjum á þessu tímabili og skorað eitt mark.

„Síðustu átján mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á mínum ferli," sagði Alfreð í nóvember.

Hann hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli en er núna byrjaður að æfa aftur og er möguleiki að hann spili gegn Eintracht Frankfurt um næstu helgi.

Augsburg keypti nýverið bandaríska framherjann Ricardo Pepi fyrir metfé og spurning hvaða áhrif það hefur á framtíð Alfreðs hjá félaginu. Íslenski sóknarmaðurinn er samningsbundinn Augsburg út þessa leiktíð; hann verður samningslaus næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner