Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 13. janúar 2022 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa nær samkomulagi við Olsen
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur náð samkomulagi við Robin Olsen, markvörð Sheffield United, en það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Sænski markvörðurinn er 32 ára gamall og á láni hjá Sheffield United frá Roma.

Samkvæmt Romano er Aston Villa búið að ná samkomulagi við Olsen um að hann gangi til liðs við félagið á láni frá Roma.

Sheffield United er þó ekki búið að gera upp hug sinn hvort það rifti lánssamningi hans og leyfi honum að fara til Villa.

Það ætti að koma í ljós á næstu dögum en Olsen mun berjast við Emiliano Martinez um markvarðarstöðuna.

Villa er búið að fá tvo leikmenn í þessum glugga. Philippe Coutinho kom á láni frá Barcelona á dögunum og svo gekk Lucas Digne til liðs við félagið frá Everton í dag.
Athugasemdir
banner