fös 13. janúar 2023 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfa að borga um 367 milljónir króna á meðan Felix spilar ekki neitt
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: EPA
Portúgalinn fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu er hann þreytti frumraun sína með Chelsea gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Staðan var 1-1 þegar Felix fékk rauða spjaldið en Fulham endaði á því að vinna leikinn, 2-1.

Chelsea fékk Felix á dögunum á láni frá Atletico Madrid á Spáni. Enska félagið borgar 11 milljónir evra til þess að fá hann á láni, og þar að auki borgar félagið laun hans að fullu.

Þetta rauða spjald er rándýrt fyrir Chelsea því Felix mun missa af þremur deildarleikjum vegna bannsins. Hann mun ekki spila aftur í deildinni fyrr en eftir mánuð.

Félagið mun borga um 2,1 milljón punda - eða um 367 milljónir króna - á meðan hann spilar ekki einn einasta leik sem eru skelfileg viðskipti.

Næsti leikur sem hann getur spilað í er gegn West Ham þann 11. febrúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner