Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birgir Ómar á láni í ÍBV (Staðfest)
Birgir Ómar Hlynsson.
Birgir Ómar Hlynsson.
Mynd: ÍBV
Birgir Ómar Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi frá Þór á Akureyri.

Samningurinn gildir út komandi keppnistímabil.

Birgir er 23 ára bakvörður sem er uppalinn hjá Þór og hefur leikið þar allan sinn feril, meðal annars á meðan Þorlákur Árnason var þjálfari þeirra.

Þórlákur tók við þjálfun ÍBV í vetur. „Birgir Ómar er gríðarlega hraður varnarmaður sem er einnig með mjög góða boltameðferð," segir þjálfari Eyjamanna.

„Hann hefur spilað bæði miðvörð og bakvörð á sínum ferli en við hugsum hann fyrst og fremst sem bakvörð í okkar liði."

„Knattspyrnuráð býður Birgi velkominn til Vestmannaeyja og hlakkar til samstarfsins," segir í tilkynningu ÍBV sem verða nýliðar í Bestu deildinni í sumar.

Komnir
Omar Sowe frá Leikni
Jörgen Pettersen frá Þrótti R.
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Mattias Edeland frá Svíþjóð
Milan Tomic frá Serbíu
Birgir Ómar Hlynsson frá Þór (á láni)

Farnir
Tómas Bent Magnússon í Val
Vicente Valor í KR
Guðjón Ernir Hrafnkelsson í KA
Arnór Sölvi Harðarson í ÍR
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner