Ný réttarhöld eru farin af stað vegna þyrluslyssins sem varð Vichai Srivaddhanaprabha, þáverandi eiganda Leicester, og fjórum öðrum einstaklingum að bana í október 2018.
Fjölskylda Vichai hefur kært ítalska þyrlufyrirtækið Leonardo SpA og fer fram á 2,15 milljarða punda í skaðabætur, um 373 milljarða íslenskra króna.
Fjölskylda Vichai hefur kært ítalska þyrlufyrirtækið Leonardo SpA og fer fram á 2,15 milljarða punda í skaðabætur, um 373 milljarða íslenskra króna.
Eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fyrir rúmum sex árum síðan fór þyrla Vichai á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins. Hún hrapaði skömmu síðar á bílaplanið við leikvanginn.
Hafin er ný rannsókn á slysinu og fyrir rétti var lesin upp yfirlýsing frá fjölskyldunni þar sem hún segist finna jafn mikið fyrir missinum í dag. Vichai hafi verið dáður af öllum, hann hafi verið leiðtogi fjölskyldunnar.
Hann var gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna Leicester en félagið vann Englandsmeistaratitilinn 2016 þegar hann var eigandi. Það er einn óvæntasti titill í fótboltasögunni. Stjórnarformaður félagsins er nú sonur Vichai, Aiyawatt Srivaddhanaprabha.
Auk Vichai létust Kaveporn Punpare, Nusara Suknamai, flugmaðurinn Eric Swaffer og eiginkona hans Izabela Roza Lechowicz í slysinu.
Rannsókn á slysinu hefur leitt í ljós að alvarleg bilun hafi átt sér stað í þyrlunni og flugmaðurinn hafði litla sem enga möguleika á að bjarga þeim sem voru um borð.
Athugasemdir