fim 13. febrúar 2020 19:00
Elvar Geir Magnússon
McClaren: Martial er ekki nía
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Manchester United á ekki að nota Anthony Martial sem fremsta leikmann. Þetta segir Steve McClaren.

Martial hefur ekki fundið sig sem fremsti maður eftir að Marcus Rashford fór á meiðslalistann.

McClaren segir að Martial sé einfaldlega ekki 'nía'.

„Martial er ekki nía, hann er ekki fremsti maður. Öll mörkin hans og bestu stundir hafa komið þegar hann er á vinstri kantinum," segir McClaren.

Meiðsli Rashford gerðu það að verkum að Ole Gunnar Solskjær fékk til sín Odion Ighalo, fyrrum sóknarmann Watford, á lánssamningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner