Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 13. febrúar 2021 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brotist inn á heimili Ancelotti
Innbrotsþjófar brutust inn á heimili Carlo Ancelotti, stjóra Everton, í Crosby í Merseyside í Englandi í gærkvöldi.

Lögreglan í Merseyside minntist ekki á Ancelotti í tilkynningu sinni en segir að tveir menn í vatnsheldum klæðnaði og með lambúshettur hafi brotist inn á heimilið um klukkan 18:30 í gærkvöldi.

Þeir stálu peningaskáp en samkvæmt frétt Sky Sports þá kom dóttir Ancelotti að þeim.

Ekki er talið að Ancelotti hafi verið heima þegar innbrotið átti sér stað.

Lögreglan segir að enginn íbúa hússins hafi slasast og rannsókn á málinu sé í gangi.


Athugasemdir
banner
banner