lau 13. febrúar 2021 15:07 |
|
Danmörk: Íslenskt sóknarpar endaði leikinn hjá Esbjerg
Íslendingalið Esbjerg gerði markalaust jafntefli við Vendsyssel í dönsku B-deildinni í dag.
Ólafur Kristjánsson stýrir Esbjerg og með liðinu leika þeir Andri Rúnar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan Henry byrjaði í dag og Andri var á bekknum.
Andri Rúnar kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik þegar Esbjerg reyndi að skora sigurmarkið. Íslendingarnir tveir spiluðu saman sem fremstu menn en þeim tókst ekki að koma boltanum í markið og lokatölur 0-0
Esbjerg er í öðru sæti dönsku B-deildarinnar eftir 17 leiki með 39 stig, tveimur stigum frá toppliði Viborg.
Ólafur Kristjánsson stýrir Esbjerg og með liðinu leika þeir Andri Rúnar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan Henry byrjaði í dag og Andri var á bekknum.
Andri Rúnar kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik þegar Esbjerg reyndi að skora sigurmarkið. Íslendingarnir tveir spiluðu saman sem fremstu menn en þeim tókst ekki að koma boltanum í markið og lokatölur 0-0
Esbjerg er í öðru sæti dönsku B-deildarinnar eftir 17 leiki með 39 stig, tveimur stigum frá toppliði Viborg.
Islandsk duo helt fremme nu 🇮🇸@kjahfin & @Andrirunar 🔥
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) February 13, 2021
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
12:30