Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. febrúar 2021 22:30
Victor Pálsson
Guardiola óánægður með spyrnu Rodri - Tekur ekki næsta víti
Mynd: Getty Images
Rodri er ekki orðin ný vítaskytta Manchester City þrátt fyrir að hafa skorað gegn Tottenham í 3-0 sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Man City hefur klúðrað fjölmörgum vítaspyrnum á síðustu mánuðum og síðast gegn Liverpool í stórleik þar sem Ilkay Gundogan setti boltann hátt yfir.

Rodri ákvað það sjálfur að hann myndi taka spyrnuna í dag sem var ekki frábær en endaði þó í netinu.

Pep Guardiola, stjóri Man City, vill ekki sjá Spánverjann taka næstu spyrnu en hver það verður kemur í ljós.

„Er Rodri vítaspyrnuskyttan núna? Nei," sagði Guardiola í samtali við BBC Sport eftir leikinn en Hugo Lloris var hársbreidd frá því að verja spyrnuna.

„Ég dáist að því hugrekki sem þarf til að taka vítið en spyrnan var ekki góð. Ég er ekki að hlæja, ég hef áhyggjur af þessu."

„Við munum finna sérfræðing í að taka góðar vítaspyrnur. Við verðum að æfa okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner