Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 13. febrúar 2021 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea byrjuð að æfa með Bayern München
Karólína í leik með íslenska landsliðinu.
Karólína í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er byrjuð að æfa með þýska stórveldinu Bayern München en hún gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði.

Bayern, sem er á toppi þýsku Bundesligunnar, keypti Karólínu í sínar raðir frá Breiðabliki.

„Það hefur alltaf verið draumur minn að vera atvinnumaður í fótbolta í svona háum gæðaflokki. Leikmennirnir hér eru á meðal þeirra bestu í heimi og ég er spennt fyrir því að hefja þennan nýja kafla í lífi mínu og verða hluti af Bayern fjöskyldunni," sagði Karólína eftir að hún gekk í raðir Bayern sem er eins og flestir vita risastórt félag.

Karólína, sem er 19 ára og getur bæði spilað á miðju og kanti, er mætt til æfinga hjá félaginu. Bayern birti æfingamyndir af henni á samfélagsmiðlum sínum sem má sjá hér fyrir neðan.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í einu stærsta félagi heims en Bayern er sem fyrr segir á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner