Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. febrúar 2021 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stoltur Rodgers búinn að vinna gegn Guardiola, Klopp og Mourinho
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, var feykilega ánægður eftir 3-1 sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Rodgers heldur áfram að gera frábæra hluti með Leicester sem er núna í öðru sæti deildarinnar.

Fyrir þetta tímabil hafði Rodgers aldrei unnið fótboltaleik gegn liðum með Jose Mourinho, Jurgen Klopp eða Pep Guardiola sem stjóra. Á þessu tímabili er hann búinn að breyta því; hann er búinn að gegn þeim öllum.

„Ég er mjög stoltur af liðinu. Ef við hefðum lent undir í þessum leik fyrir ári síðan þá hefðum við fengið ekkert úr honum," sagði Rodgers.

„Við fengum góð færi í fyrri hálfleiknum en þurftum að vera agressívari. Í seinni hálfleik vorum við mun betri þegar kom að því. Við þurftum að berjast, hlaupa og leggja mikið á okkur - svo vorum við með gæðin til að skora mörkin."

„Það er langur vegur framundan - 14 leikir - og við erum ekki að fara fram úr okkur."
Athugasemdir
banner
banner