Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 13. febrúar 2023 10:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vona að hann muni skila sér heim á endanum"
Kristinn Freyr í leiknum gegn KR í gær.
Kristinn Freyr í leiknum gegn KR í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við töluðum við hann. Eins og með allra aðra heimamenn, þá viljum við fá hann heim," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, á föstudagskvöld er hann var spurður út í Kristin Frey Sigurðsson.

Kristinn Freyr yfirgaf FH eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Vals á nýjan leik. Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni reyndi að fá þennan öfluga leikmann í sínar raðir.

Hann ólst upp í Aftureldingu til 15 ára en flutti þá í Grafarvoginn og fór í Fjölni.

„Við viljum fá uppalda leikmenn heim, það er engin spurning. En ég skil Kidda vel að vilja spila í efstu deild. Hann er frábær leikmaður... ég vona að hann muni skila sér heima á endanum og er nokkuð viss um það."

Magnús benti á það að Kristinn búi í Mosfellsbæ og þeir rekist oft á hvorn annan. „Ég mun ekki láta hann í friði fyrr en hann kemur heim," sagði Magnús léttur.

Kristinn Freyr var spurður út í Aftureldingu eftir leik Vals og KR í gær. „Ég fór og hitti Magga. Ég bý í Mosó og ólst upp þar. En eins og staðan var á þessum tímapunkti kom ekkert annað til greina en að fara í Val," sagði leikmaðurinn öflugi en hægt er að sjá bæði viðtöl hér fyrir neðan.
Magnús Már: Betri en á sama tíma undanfarin ár
Kristinn Freyr: Rúnar henti í léttan brandara og ég svaraði með öðrum
Athugasemdir
banner
banner
banner