Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 13. febrúar 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Buffon: Virtist ómögulegt að vinna Meistaradeildina
Mynd: Getty Images

Ítalski markvörðurinn fyrrverandi Gianluigi Buffon átti stórkostlegan feril en honum tókst hins vegar aldrei að vinna Meistaradeildina.


Hann lék stóran hluta ferilsins með Juventus þar sem hann vann ítölsku deildina tíu sinnum og bikarinn fimm sinnum.

Hann fór þrisvar sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar með liðinu.

Hann var í hlaðvarpsþættinum The BSMT þar sem hann ræddi um tíman sinn hjá PSG þar sem hann var umkringdur stórstjörnum tímabilið 2018/2019.

„Ég kom frá Juventus, sem var þegar með sterka leikmenn en þegar ég kom til PSG hugsaði ég: 'Mamma Mia' ef við tökum alla þessa leikmenn og förum með þá til Túrin vinnum við Meistaradeildina fjórum sinnum í röð," sagði Buffon.

„Það eru kostir og gallar við allt. Þarna voru menn á borð við Mbappe, Verratti, Neymar, Thiago Silva og Marquinhos sem voru frábærir en ég hugsaði að þeir gátu ekki unnið Meistaradeildina því það virtist ómögulegt. Svo skilur maður ákveðna dýnamík hjá svo mörgum stórum leikmönnum, það getur orðið flókið þó það hafi verið gott umhverfi í búningsklefanum á því tímabili."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner