Sveinn Aron Guðjohnsen var á skotskónum þegar Sarpsorg mætti Tromsö í æfingaleik í dag.
Tromsö var með 2-1 forystu í hálfleik en Sveinn Aron kom inn á í seinni hálfleik og kom Sarpsborg í 3-2.
Tromsö tókst að jafna metin rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en 3-3 urðu lokatölurnar.
Sveinn Aron gekk til liðs við Sarpsborg síðasta sumar frá Hansa Rostock í Þýskalandi. Hann skoraði eitt mark fyrir Sarpsborg í efstu deild í Noregi á síðsutu leiktíð þar sem liðið endaði í 9. sæti. Markið kom í lokaumferðinni en það var sigurmark úr vítaspyrnu einmitt gegn Tromsö.
Athugasemdir