Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 13. apríl 2021 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Bergmann veikur og Aron Bjarna meiddur
Ísak Bergmann
Ísak Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudag mættust Norrköping og Sirius í fyrstu umferð Allsvenskan.

Ari Freyr Skúlason skoraði glæsilegt mark í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli.

Ari lék allan leikinn með IFK Norrköping og Finnur Tómas Pálmason var á bekknum. Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið að glíma við veikindi og var ekki með í leiknum.

Í lið Sirius vantaði Aron Bjarnason en hann er að glíma við ökklameiðsli. Aron tognaði á ökkla í síðustu viku og óvíst er hvort hann nái næsta leik.

Þá eru þeir Oliver Stefánsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason einnig á mála hjá Norrköping og vonandi að þeir fái tækifæri á leiktíðinni.


Aron Bjarnason
Athugasemdir
banner