Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   þri 13. apríl 2021 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Pantsulaya fékk mjög verðskuldað rautt spjald
Kvenaboltinn
Natiya Pantsulaya sá rautt spjald í kvöld þegar hún braut á Ashley Hutton í leik Norður-Írlands og Úkraínu í kvöld.

Liðin mættust í seinni umspilsleik um sæti á EM og hafði Norður-Írland betur, 2-0, og samanlagt 4-1.

Staðan var 1-0 á 87. mínútu þegar Norður-Írar áttu sendingu í gegn. Natiya sá sér þann kostinn vænstan að reyna hefta för Hutton að boltanum og fór óvenjulega leið að því.

Natiya virtist betur staðsett til að ná til boltans en ákvað að beygja að leið og fór fyrir Hutton og felldi hana. Dómari leiksins sá engan annan kost í stöðunni en að lyfta rauða spjaldinu.

Norður-Írar skoruðu svo annað mark á 96. mínútu og innsigluðu sigurinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner