Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   lau 13. apríl 2024 13:53
Aksentije Milisic
Championship: Leeds missteig sig harkalega í toppbaráttunni
Mynd: Getty Images

Leeds 0 - 1 Blackburn
0-1 Sammie Szmodics ('82 )

Leeds United og Blackburn Rovers áttust við í hádegisleiknum í ensku Championship deildinni í dag.


Toppliðið Leicester City tapaði gegn Plymouth í gær og það gaf Leeds tækifæri í dag til að komast á toppinn í deildinni. Blackburn mætti þá í heimsókn en gestirnir eru einungis sex stigum frá fallsæti.

Leeds missti af gullnu tækifæri til að komast á toppinn tímabundið hið minnsta en Blackburn gerði sér lítið fyrir og sótti 1-0 sigur á Elland Road.

Sammie Szmodics gerði eina mark leiksins þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og þrátt fyrir yfirburði heimamanna í leiknum er niðurstaðan ekkert stig í pokann.

Leeds er því áfram í þriðja sæti deildarinnar með 87 stig en liðin í kring eiga leik til góða. Þá á Southampton alls þrjá leiki til góða á Leeds.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner