Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 16:48
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr enska: Alisson og Salah bestir á Anfield - Erfiður dagur á skrifstofunni hjá Vicario
Alisson og Mo Salah voru bestir hjá Liverpool
Alisson og Mo Salah voru bestir hjá Liverpool
Mynd: EPA
Vicario hefur átt betri daga í marki Tottenham
Vicario hefur átt betri daga í marki Tottenham
Mynd: EPA
Cole Palmer og nokkrir aðrir fengu 4 í liði Chelsea
Cole Palmer og nokkrir aðrir fengu 4 í liði Chelsea
Mynd: EPA
Alisson Becker og Mohamed Salah áttu frábæran leik í 2-1 sigri Liverpool á West Ham í dag á meðan Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, fær falleinkunn fyrir frammistöðuna í 4-2 tapinu gegn Wolves.

Salah lagði upp fyrra mark Liverpool gegn West Ham og þá varði Alisson eins og berserkur í leiknum.

Báðir leikmenn fá 8 frá Sky Sports.

Liverpool: Alisson (8); Bradley (7), Konate (6), Van Dijk (6), Tsimikas (6); Gravenberch (7), Jones (6), Mac Allister (6); Salah (8), Jota (6), Diaz (7)
Varamenn: Gakpo (6), Robertson (5), Szoboszlai (6), Quansah (5).

West Ham: Areola (7); Kilman (6), Mavropanos (5), Todibo (6); Wan-Bissaka (7), Soler (6), Ward-Prowse (6), Paqueta (7), Scarles (5); Bowen (7), Kudus (7)
Varamenn: Coufal (6), Fullkrug (6), Guilherme (6)

Frammistaða Vicario var andstæðan við þá sem Alisson bauð upp á er Tottenham tapaði fyrir Wolves, 4-2, í Wolverhampton.

Vicario gerði hver mistökin á fætur öðru og fær aðeins 4 í einkunn, en Rayan Ait-Nouri, leikmaður Wolves, átti stórleik og hjálpaði liðinu að fjarlægast fallsvæðið.

Wolves: Sa (6), Doherty (6), Agbadou (8), Toti (7), Semedo (6), Andre (8), J Gomes (8), Ait-Nouri (9), Munetsi (7), Bellegarde (7), Strand Larsen (8).
Varamenn: Sarabia (7), Bueno (6), Cunha (7), Rodrigo (6), Hwang (n/a).

Tottenham: Vicario (4), Gray (5), Romero (5), Davies (5), Spence (5), Bissouma (6), Sarr (6), Maddison (6), Johnson (6), Solanke (5), Tel (6).
Varamenn: Bergvall (5), Bentancur (5), Richarlison (7), Kulusevski (6).

Vefmiðillinn Goal gefur mörgum leikmönnum Chelsea 4 í einkunn fyrir frammistöðuna í 2-2 jafnteflinu gegn Ipswich á Stamford Bridge.

Einkunnir Chelsea gegn Ipswich: Sanchez (5), Chalobah (5), Adarabioyo (4), Colwill (4), Cucurella (6), Caicedo (5), Fernandez (6), Palmer (4), Madueke (6), Jackson (5), Neto (4).
Varamenn: Gusto (6), Sancho (7).
Athugasemdir