Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   sun 13. apríl 2025 22:49
Kári Snorrason
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann stórsigur á KA í Víkinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-0 en staðan var 3-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Stígur Diljan Þórðarson leikmaður Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  0 KA

„Þetta gerist varla betra. Tveir leikir og tveir sigrar. Geggjaður leikur í dag, héldum hreinu sem er ótrúlega mikilvægt."

Stígur byrjaði á bekknum en kom inn á eftir 19 mínútur vegna meiðsla Valdimars Þórs.

„Það var þægilegt að koma inná þegar við vorum yfir. Málið var að halda stjórn á leiknum. Þetta var geggjuð liðsframmistaða."
„Ég er ánægður með mína frammistöðu, svekktur með að skora ekki en ánægður með stoðsendinguna ef það er skráð á mig."

Stígur gekk til liðs við Víking í vetur frá Triestina á Ítalíu.

„Maður er að reyna vinna sig hægt og rólega inn í liðið. Þetta er stór hópur, geggjað lið. Það eru bjartir tímar framundan."
Ég myndi lýsa mér sem kraftmiklum, teknískum með allan pakkann. Get spilað á miðjunni og á köntunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner