Víkingur vann stórsigur á KA í Víkinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-0 en staðan var 3-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Stígur Diljan Þórðarson leikmaður Víkings mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 0 KA
„Þetta gerist varla betra. Tveir leikir og tveir sigrar. Geggjaður leikur í dag, héldum hreinu sem er ótrúlega mikilvægt."
Stígur byrjaði á bekknum en kom inn á eftir 19 mínútur vegna meiðsla Valdimars Þórs.
„Það var þægilegt að koma inná þegar við vorum yfir. Málið var að halda stjórn á leiknum. Þetta var geggjuð liðsframmistaða."
„Ég er ánægður með mína frammistöðu, svekktur með að skora ekki en ánægður með stoðsendinguna ef það er skráð á mig."
Stígur gekk til liðs við Víking í vetur frá Triestina á Ítalíu.
„Maður er að reyna vinna sig hægt og rólega inn í liðið. Þetta er stór hópur, geggjað lið. Það eru bjartir tímar framundan."
Ég myndi lýsa mér sem kraftmiklum, teknískum með allan pakkann. Get spilað á miðjunni og á köntunum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir