Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
   sun 13. apríl 2025 22:49
Kári Snorrason
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann stórsigur á KA í Víkinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-0 en staðan var 3-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Stígur Diljan Þórðarson leikmaður Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  0 KA

„Þetta gerist varla betra. Tveir leikir og tveir sigrar. Geggjaður leikur í dag, héldum hreinu sem er ótrúlega mikilvægt."

Stígur byrjaði á bekknum en kom inn á eftir 19 mínútur vegna meiðsla Valdimars Þórs.

„Það var þægilegt að koma inná þegar við vorum yfir. Málið var að halda stjórn á leiknum. Þetta var geggjuð liðsframmistaða."
„Ég er ánægður með mína frammistöðu, svekktur með að skora ekki en ánægður með stoðsendinguna ef það er skráð á mig."

Stígur gekk til liðs við Víking í vetur frá Triestina á Ítalíu.

„Maður er að reyna vinna sig hægt og rólega inn í liðið. Þetta er stór hópur, geggjað lið. Það eru bjartir tímar framundan."
Ég myndi lýsa mér sem kraftmiklum, teknískum með allan pakkann. Get spilað á miðjunni og á köntunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir