Bournemouth vill 70 milljónir punda fyrir Semenyo - Mörg félög á eftir Elliott - Branthwaite framlengir við Everton
Bróðir Ragnars Braga sló heimsmet í dag - „Gæti ekki verið stoltari"
Fékk að heyra það úr stúkunni - „Eins og einhver hefði lekið þeim upplýsingum"
Alli Jói: Ætla ekki að henda neinum undir rútuna
Árni eftir langþráðan sigur: Ber ábyrgð á börnunum og sjúkraþjálfurum
Halli eftir stórt tap: Vona að ég geti náð í menn ef þetta lagast ekki
Jóa fannst Grindvíkingar brotna - „Hann gerir bara svo mikið fyrir liðið"
Bergvin í gír eftir þrennu: Djöfull hlakka ég til að pakka Árna Guðna saman
Kristófer hat-trick hero: Okkar vantaði mörk og hann bað mig bara um að gera mitt
Gunnar Már: Rautt spjald, nýr markmaður og mark á okkur á sömu mínútu
Jökull: Kristófer algjörlega á deginum sinum og kláraði allt
Gústi Gylfa: Getum ekki byrjað leiki svona
Hemmi: Verður að opna töskuna og sjá hvað kemur upp
Ibrahima Balde: Fyrsta þrennan síðan ég var 16 ára gamall
Venni: Við erum með þá í lás
Haddi: Hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik
Bjarni Jó: Við berjumst fyrir því að fá Jón Daða
Dóri Árna mjög léttur: Ekki gleyma Kidda Jóns
Túfa: Hann uppsker fyrir sína vinnu og þolinmæði
Cecilía: Þetta er ný regla og allir eru að læra hana
Karólína: Hún var svo reið inn á vellinum
   sun 13. apríl 2025 22:49
Kári Snorrason
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann stórsigur á KA í Víkinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 4-0 en staðan var 3-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Stígur Diljan Þórðarson leikmaður Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  0 KA

„Þetta gerist varla betra. Tveir leikir og tveir sigrar. Geggjaður leikur í dag, héldum hreinu sem er ótrúlega mikilvægt."

Stígur byrjaði á bekknum en kom inn á eftir 19 mínútur vegna meiðsla Valdimars Þórs.

„Það var þægilegt að koma inná þegar við vorum yfir. Málið var að halda stjórn á leiknum. Þetta var geggjuð liðsframmistaða."
„Ég er ánægður með mína frammistöðu, svekktur með að skora ekki en ánægður með stoðsendinguna ef það er skráð á mig."

Stígur gekk til liðs við Víking í vetur frá Triestina á Ítalíu.

„Maður er að reyna vinna sig hægt og rólega inn í liðið. Þetta er stór hópur, geggjað lið. Það eru bjartir tímar framundan."
Ég myndi lýsa mér sem kraftmiklum, teknískum með allan pakkann. Get spilað á miðjunni og á köntunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner