Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 13. apríl 2025 17:05
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bremen hafði betur gegn tíu mönnum Stuttgart - Burke með tvennu
Oliver Burke skoraði bæði mörk Bremen
Oliver Burke skoraði bæði mörk Bremen
Mynd: EPA
Stuttgart 1 - 2 Werder
1-0 Leonidas Stergiou ('19 )
1-1 Oliver Burke ('32 )
1-2 Oliver Burke ('90 )
Rautt spjald: Nick Woltemade, Stuttgart ('65)

Skoski vængmaðurinn Oliver Burke skoraði bæði mörk Werder Bremen í 2-1 sigri liðsins á Stuttgart í Evrópubaráttunni í þýsku deildinni í dag.

Smá ryð var í Burke snemma leiks og fór hann illa með dauðafæri þegar hann komst einn gegn markverði á 7. mínútu.

Tólf mínútum síðar kom Leonidas Stergiou heimamönnum yfir þegar hann fékk sendingu inn fyrir, sólaði markvörð Werder Bremen og setti boltann í autt netið.

Burke var staðráðinn í að bæta upp fyrir klúður sitt fyrr í leiknum og það gerði hann á 32. mínútu. Hann slapp aftur inn fyrir nema í þetta sinn setti hann boltann framhjá Alexander Nubel og í netið.

Nick Woltemade fékk úrvalsfæri til að koma Stuttgart aftur yfir snemma í síðari hálfleik en skallaði boltann framhjá og aðeins nokkrum mínútum síðar var hann rekinn af velli með sitt annað gula er hann steig á leikmann Bremen.

Þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma kom sigurmark Bremen. Leon Bittencourt sendi frábæra sendingu inn á teiginn á Burke sem skaut boltanum neðst í hægra hornið og tryggði gestunum sigurinn.

Mikilvægt hjá Bremen sem er með 42 stig í 9. sæti en vonir Stuttgart um að komast í Evrópukeppni fara minnkandi. Liðið er í 11. sæti með 40 stig, fimm stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner
banner